Uppskriftir
Quiche Lorraine með beikoni, spergilkáli og lauk

Quiche Lorraine er upprunanlega frá Frakklandi og hentar vel í brunch, hádegis-, og kvöldverð. Hægt er að bera fram Quiche Lorraine bæði kalda og heita.
Þetta er frábær, léttur réttur t.d í hádeginu með góðu salati. Franskara en allt sem franskt er.
Deig:
250 gr hveiti
1 tsk salt
150 gr kalt smjör
1 eggjarauða
5o ml kalt vatn
Hnoðað saman og hvílt í kæli í að minnsta kosti 2 tíma. Fletjið síðan þunnt út og komið fyrir í springformi. Látið deigið ná c.a. 2-3 cm upp á hliðar formsins. Kælið.
Fylling:
125 gr reykt flesk í bitum (blanserað stutta stund)
2 litlir laukar í sneiðum (blanserað stutta stund)
250 gr spergilkál í bitum (Soðið í 3 mínútur í saltvatni)
60 gr rifinn ostur
4-5 dl mjólkursósa bætt með rjóma (Þykkt mjólk og rjómi með smjörbollu)
3 eggjarauður
3 egg
Múskat, salt og pipar
Látið allt vatn renna vel af káli, lauk og fleski, og setjið í bökuformið. Hrærið egg og ost út í kælda sósuna og hellið yfir fyllinguna. Bakið við 190 gráður í 35-55 mínútur allt eftir stærð formsins og þykkt bökunnar.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards