Veitingarýni
Mosi Streetfood – Veitingarýni
Nú á dögunum var ég staddur á Akureyri og þegar ég keyrði framhjá Torfunesbryggjunni, þá sá ég matarvagninn Mosa og það kom strax upp í huga mér, ég verð að prufa matinn hjá þeim.
Við vorum þrjú sem fengum okkur snæðing hjá þeim og fyrir valinu var Dirty fries, Tacos með önd og grísakjöti. Mosi leggur áherslu á að maturinn er unninn úr góðu hráefni og undirbúinn frá grunni.
Vorum ekki fyrir vonbrigðum, góður matur og þjónustan og liðlegheitin alveg til fyrirmyndar.
Bæði grísa og andar taco var ferskt, mátulega sterkt á bragðið, toppað með ferskum vorlauk og eplum, sem gerði gott jafnvægi á réttina. Dirty fries hlaðið af góðgæti og nóg af beikoni, virkilega gott.
Borgaði 2850 fyrir hvern skammt (2 tacos í hverjum skammti) og Dirty fries á 1790.
Það eina sem ég get sett út á ef þannig má orða, að ég hefði viljað fá tortillurnar (mjúku skeljarnar) bakaðar á staðnum.
Mæli eindregið með Mosa.
Fleiri fréttir af Mosa Streetfood hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni21 klukkustund síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður








