Uppskriftir
Rouille – sósa
Þessi sósa er yfirleitt framreidd með Bouillabaisse-súpu á brauðsnittu. Rouille þýðir „ryð“ á íslensku og er því vísað til lits sósunnar, en hún á að vera ryð-rauð að lit.
Hráefni:
2 stk hreinsaðir chilipipar
4 stk hvítlauksgeirar
100 ml extra virgin ólífuolía
1 eggjarauða
3 franskbrauðsneiðar á skorpu
1 tsk sjávarsalt
1 tsk litsterkt paprikuduft
50 ml bouillabaisse-soð
Aðferð:
Saxið chili og hvítlauksgeira. Setjið í mortel ásamt salti, 1 msk af olíu og paprikuduft. Merjið í fínt mauk. Bleytið brauð í heitu fiskisoði og kreystið síðan mesta vökvann frá.
Blandið saman við maukið og hrærið olíunni saman við ásamt eggjarauðu. Hrærið saman flauelsmjúka sósu. Gæti þurft að þynna út með soði. Sósan á að þannig þykk að hún standi sér á brauðsnittu.
Sjá einnig:
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný
-
Keppni2 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu