Markaðurinn
Sala er hafin á Ísey skyri í Japan
Í gær hófst sala á Ísey Skyri í um 50.000 verslunum í Japan. Líklega er þetta ein víðtækasta dreifing sem um getur á íslenskri vöru í erlendri smásölu til þessa.
Ísey Skyr verður selt í öllum helstu matvöruverslunum Japans, í verslunum 7-11, Family Mart, Lawson, Aeon, Itokyokado, Kinokuniya, Seijo-Ishi og fleirum. Alls eru þetta um 50.000 verslanir.
Þrátt fyrir að vera ein dýrasta mjólkurvara í Japan þá hefur Ísey Skyr fengið frábæra uppstillingu eða staðsetningu í flestum þessara verslana. Ísey Skyri er stillt upp við hlið mest seldu mjólkuvara Japans sem sýnir að trú verslananna á Ísey Skyri er mikil. Viðbrögðin við vörunni hafa verið mjög góð og hefur varan nú þegar í dag klárast í mörgum þessara verslana, skv. samstarfsaðilum MS í Japan.
Ísey Skyr hefur jafnframt fengið frábærar viðtökur hjá blaðamönnum og má þar nefna hálfsíðu umfjöllun í stærsta viðskiptadagblaði heims, Nikkei, sem á m.a. Financial Times, og umfjöllun í Yomiyuri, einu útbreiddasta dagblaðs Japans.
Það er dótturfyrirtæki MS, Ísey útflutningur ehf. sem annast þetta verkefni fyrir MS og hefur gert framleiðslu- og vörumerkjasamning við japanska aðila. Japönsku samstarfsaðilarnir eru mjólkuvörufyrirtækið Nippon Luna, sem er í eigu Nippon Ham, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki Japans og fjórði stærsti kjötframleiðandi heims, og japansk-íslenska fyrirtækið Takanawa.
Ísey Skyr er framleitt af Nippon Luna í Kyoto eftir uppskrift og framleiðsluaðferð MS. Íslenski skyr gerilinn er ennfremur lykilþáttur við framleiðslu vörunnar.
Þessi árangur er mikil viðurkenning fyrir Ísey skyr og Mjólkursamsöluna og sýnir enn og aftur mikilvægi þess að varðveita, þróa og markaðssetja þekkingu Íslendinga í landbúnaði.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins