Nemendur & nemakeppni
Breytt fyrirkomulag á innritun í meistaranáms matvælagreina og iðnnáms
Breyting er á fyrirkomulagi innritunar í meistaranám matvælagreina og iðnnám baksturs, framreiðslu, kjötiðnaðar og matreiðslu í Hótel- og matvælaskólanum.
Í samtali við Baldur Sæmundsson áfangastjóra í Hótel- og matvælaskólanum í MK kom fram að skólinn hefur fengið heimild Mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að opna fyrir innritun á haustönn 2020 fyrr en áður hefur verið gert.
Baldur talaði um að um væri að ræða tilraun og er farið í þetta núna til að nemendur sem eru með fjölskyldu eða búa á landsbyggðinni geti skipulagt nám sitt betur og hafi meiri fyrirvara á því hvort þeir komist að í skólanum eða ekki á haustönninni. Baldur sagði ennfremur að með því að ljúka innritun í apríl verði hægt að svara nemendum vegna skólavistar á haustönn í byrjun maí í stað þessa að svör hafa verið að berast nemendum í lok júní.
Að lokum sagði hann að það væri von skólans að þetta muni reynast nemendum og starfsnámsstöðum vel í skipulagningu námsins á haustönninni. Opnað hefur verið fyrir innritun og er áætlað að henni ljúki 20. apríl n.k.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður







