Frétt
Leiðbeiningar vegna nýrra reglna um innflutning á hráu kjöti
Frá og með 1. janúar 2020 falla niður reglur sem kveða á um að ferskt kjöt sem flutt er til landsins frá ríkjum innan EES þurfi að vera frosið. Hefðbundið leyfisveitingakerfi fellur einnig niður og innflutningur á kjöti og eggjum verður þá í frjálsu flæði frá ríkjum innan EES.
Nýlega hafa verið gefnar úr reglugerðir um viðbótartryggingar og vöktun á kampýlóbakter sem tilgreina nánar þær kröfur sem gerðar eru til matvælafyrirtækja.
Innflytjendur þurfa frá áramótum að sýna fram á að ófrosið og óhitameðhöndlað kjöt af kjúklingum og kalkúnum sé ekki smitað af kampýlóbakter en slík krafa er gerð á innlenda framleiðendur. Með sendingum af eggjum, svínakjöti, nautagripakjöti, kjúklingakjöti og kalkúnakjöti þurfa að fylgja skjöl og niðurstöður rannsókna m.t.t. salmonellu þar sem það á við sbr. reglugerðir um viðbótartryggingar.
Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar vegna reglugerðanna. Matvælafyrirtæki sem flytja inn kjöt til landsins eru hvött til að kynna sér vel reglugerðirnar og leiðbeiningarnar hér að neðan. Ávallt verður að vera hægt að sýna fram á að kröfur varðandi sýnatökur og skjöl sem eiga að fylgja sendingum séu uppfylltar.
Leiðbeiningar
- Leiðbeiningar Matvælastofnunar um innflutning á hráu kjöti og eggjum frá EES
- Leiðbeiningar Matvælastofnunar um kampýlóbaktersýni úr alifuglum í eldi
- Leiðbeiningar Matvælastofnunar um kampýlóbaktersýni úr alifuglum við slátrun
- Leiðbeiningar Matvælastofnunar um kampýlóbaktersýni úr afurðum alifugla
- Upptaka og glærur frá fræðslufundi Matvælastofnunar um nýjar reglur um innflutning á hráu kjöti
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards