Frétt
Grunur um salmonellu í ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf.

Tekið skal fram að ef leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn er steiktur í gegn þá er hann hættulaus til neyslu.
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf. með lotunúmerinu 215-19-43-1-06 vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið vinnur nú að innköllun úr verslunum og frá neytendum.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Ali, Bónus, Krónan, FK
- Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
- Lotunúmer: 215-19-43-1-06 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar) með pökkunardag 25.11, 26.11 og 27.11
- Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, KR verslanir, Iceland verslanir, Fjarðarkaup, Nóatún, Hlíðarkaup
Neytendur sem hafa keypt kjúkling með þessu lotunúmeri eru beðnir að skila vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ.
Nánari upplýsingar fást hjá Matfugli ehf í síma: 412-1400.
Tekið skal fram að ef leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn er steiktur í gegn þá er hann hættulaus til neyslu. Tryggja þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag