Starfsmannavelta
Ostabúðin á Skólavörðustíg lokar
Í morgun var Ostabúðinni á Skólavörðustíg lokað fyrir fullt og allt.
„Rekstrarumhverfið var alveg galið“
Sagði Jóhann Jónsson matreiðslumaður og eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg, í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um lokunina. Jóhann sagði að það hefði verið nóg að gera, en það hefði samt þurft að fylla í fleiri sæti. Rekstrarkostnaður var orðinn of mikill og forsendur þess að halda lágu vöruverði brostnar.
Hjá Ostabúðinni störfuðu 15 manns og var þeim tilkynnt um lokunina á fundi í morgun.
Ostabúðin var opnuð árið 2000 og bauð upp á gott úrval af ferskum og óvenjulegum varningi og að auki var boðið upp á hádegisverð á neðri hæðinni.
Í maí árið 2015 opnaði Jóhann nýjan veitingastað en hann var staðsettur við hliðina á Ostabúðinni með allt að 50 manns í sæti og var þá kominn grundvöllur fyrir að bjóða upp á kvöldmat.
Sjá einnig: Nýr veitingastaður á Skólavörðustíg
Nú hefur öllum rekstri Ostabúðarinnar verið hætt og verður hennar sárt saknað í veitingaflóru Reykjavíkur.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita