Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ferskur og flottur nýr matseðill á KEF restaurant

Birting:

þann

KEF restaurant

Extra crispy kjúklingavængir með fiskisósu, sætri chili, chili majó

Eins og fram hefur komið þá hafa verið gerðar miklar og metnaðarfullar endurbætur á veitingadeild hjá Hótel Keflavík Nýi veitingastaðurinn heitir KEF restaurant og hefur fengið gott orð á sig fyrir góða þjónustu og mat.

Sjá einnig: Metnaðarfullir fagmenn við stjórnvölinn á nýjum veitingastað í Keflavík

Rekstrarstjóri er Steinþór Jónsson hótelstjóri á Hótel Keflavík. Magnús Ólafsson matreiðslumaður er veitingastjóri, Jón Gunnar Erlingsson matreiðslumaður er aðstoðar-rekstrarstjóri og yfirmatreiðslumaður er Óli Már Erlingsson.

Nú á dögunum bættu þeir félagar við nýjum matseðli sem er í bistro stíl og er byggður upp á að gestir geta deilt réttum sín á milli. Matseðillinn er í gildi frá 11:30 til 17:00.

KEF restaurant

KEF restaurant

Hvítlauksristaðar tígrisrækjur með chili, steinselju og grilluðu focaccia

KEF restaurant

Humarvorrúllur með döðlum, graslauk , chili og chili majó

KEF restaurant

Flanksteik með jarðskokkamauki, reyktum lauk, chimichurri og stökkum kartöfluflögum

Myndir: facebook / KEF restaurant

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið