Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr Kore staður í Kringlunni
Þann 1. maí opnaði nýtt veitingasvæði í Kringlunni og ber það nafnið Kringlutorg. Kore er einn af þeim stöðum sem opnaði á Kringlutorgi, en aðrir staðir eru Fjárhúsið, Halab Kebab, Jömm og Tokyo Sushi. Kringlutorg er staðsett uppi á 3. hæð hjá Stjörnutorgi, á svæðinu þar sem Kaffi Klassík var í.
„Það er óhætt að segja að ævintýrið haldi áfram. Móttökunar hafa enn og aftur farið langt fram úr okkar væntingum. Og margir ánægðir með að nú sé hægt að nálgast KORE víða.“
Sagði Atli Snær eigandi Kore, í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig hefur gengið frá opnun staðarins.
Matseðillinn er sá sami á Kore í Mathöllinni Granda:
„Við höfum bætt við Korean Fried Chicken Burger og Tteokbokki“
Sagði Atli að lokum.
Kore býður uppá kóreskan götumat tacos, kimchi, steikt blómkál, kóreskan kjúklingaborgara ofl.
Myndir: facebook / korervk

-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag