Vertu memm

Frétt

Fäviken lokar í desember 2019 – Veitingastaðurinn er fullbókaður fram að lokun

Birting:

þann

Magnus Nilsson

Magnus Nilsson
Mynd: favikenmagasinet.se

Veitingastaðurinn Fäviken sem staðsettur er í bænum Järpen í Svíþjóð er talinn einn sá besti veitingastaður í heimi. Staðurinn hefur 2 Michelin stjörnur og yfirkokkur og eigandi er margverðlaunaði sænski matreiðslumaðurinn Magnus Nilsson (35 ára).

„Ég hef alltaf vitað að Fäviken mun ekki vera til að eilífu,“

segir Magnus í samtali við tímaritið Los Angeles Times, en Fäviken lokar 14. desember 2019, en þangað til mun veitingastaðurinn starfa nær óbreytt.

Sjá einnig: Gísli Matt verður gestakokkur hjá Magnusi Nilsson

Hvers vegna að loka Fäviken?

Ástæða fyrir því að Fäviken lokar er vegna þess að Magnus hefur ákveðið að hætta. Fjölskyldan, sem á Fäviken, hefur ákveðið vegna sérstöðu veitingastaðarins og rekstur að ekki ráða nýjan matreiðslumann.

„Ég er ekki að hætta vegna þess að ég er óánægður með veitingastaðinn. Ég er bara hætta vegna þess að þessi kafli í lífi mínu er lokið og vil fara gera aðra hluti“.

Segir Magnus.

Staðurinn er fullbókaður til 14. desember, en ef þú vilt komast á biðlista, þá er hægt að hafa samband í gegnum heimasíðu Fäviken.

Sjá einnig: Michelin kokkar með ný norrænt Pop Up

Hvað tekur við eftir Fäviken?

“Worst case, I’ll take a job somewhere.” Imagine.

Sagði Magnus að lokum.

Magnus Nilsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið