Frétt
Einar Björn og Hörður Þór taka við rekstri Hallarinnar í Vestmannaeyjum
Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Einar Björn Árnason og Hörður Þór Harðarson taki að sér rekstur Hallarinnar. Þeir félagar þekkja báðir ágætlega til hússins, að því er fram kemur á eyjar.net.
Einar Björn hefur rekið þar veisluþjónustu og leigt eldhúsið í húsinu. Segja má að Einsi sé nánast búinn að starfa í húsinu allt frá því að það opnaði. Hörður Þór hefur séð um tæknimálin í Höllinni síðasta áratuginn eða svo.
Langar til að halda húsinu gangandi, ekki hvað síst fyrir bæjarbúa
Í samtali við Eyjar.net segja þeir Einsi og Hörður að spennandi tímar séu framundan og að þeim lítist vel á þetta samstarf. Verið er að sinna viðhaldi á húsinu, en Höllin var opnuð vorið 2001.
„Við sem sannir Eyjamenn langar til að halda húsinu gangandi, ekki hvað síst fyrir bæjarbúa.”
bætir Einar Björn við.
Höllin er stærsti ráðstefnu- og skemmtistaður bæjarins og hýsir m.a borgarafundi, fjölmennar erfidrykkjur, Lundaball, Sjómannaball, Þrettándadansleik, 1. Des kaffi kvenfélagsins, árshátíðir stórfyrirtækja o.m.fl.
Myndir: Sverrir Þór Halldórsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni5 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa








