Vertu memm

Frétt

Einar Björn og Hörður Þór taka við rekstri Hallarinnar í Vestmannaeyjum

Birting:

þann

Vestmannaeyjar - Höllin

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Einar Björn Árnason og Hörður Þór Harðarson taki að sér rekstur Hallarinnar. Þeir félagar þekkja báðir ágætlega til hússins, að því er fram kemur á eyjar.net.

Einar Björn hefur rekið þar veisluþjónustu og leigt eldhúsið í húsinu. Segja má að Einsi sé nánast búinn að starfa í húsinu allt frá því að það opnaði. Hörður Þór hefur séð um tæknimálin í Höllinni síðasta áratuginn eða svo.

Vestmannaeyjar - Höllin

Fullbúið eldhús er í Höllinni með öllum tækjum og tólum

Langar til að halda húsinu gangandi, ekki hvað síst fyrir bæjarbúa

Í samtali við Eyjar.net segja þeir Einsi og Hörður að spennandi tímar séu framundan og að þeim lítist vel á þetta samstarf. Verið er að sinna viðhaldi á húsinu, en Höllin var opnuð vorið 2001.

„Við sem sannir Eyjamenn langar til að halda húsinu gangandi, ekki hvað síst fyrir bæjarbúa.”

bætir Einar Björn við.

Einar Björn Árnason ( Einsi Kaldi ) matreiðslumeistari

Einar Björn Árnason ( Einsi Kaldi ) matreiðslumeistari

Höllin er stærsti ráðstefnu- og skemmtistaður bæjarins og hýsir m.a borgarafundi, fjölmennar erfidrykkjur, Lundaball, Sjómannaball, Þrettándadansleik, 1. Des kaffi kvenfélagsins, árshátíðir stórfyrirtækja o.m.fl.

Myndir: Sverrir Þór Halldórsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið