Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fjölmennt á aðalfundi Klúbbs matreiðslumeistara – Ný stjórn
Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara (KM) var haldinn í gær á Hótel Sögu. Fjölmennt var á fundinum sem byrjaði strax í gærmorgun þar sem venjuleg aðalfundarstörf fóru fram.
Fundarstjóri kynnti svo frambjóðendur í nýja stjórn, nýjum stjórnameðlimum var fagnað og samþykktir einróma með lófaklappi.
Stjórnin fyrir 2019-2020:
- Björn Bragi Bragason, forseti
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti & ritari
- Andreas Jacobsen, gjaldkeri
- Júlía Skarphéðinsdóttir, meðstjórnandi
- Logi Brynjarsson meðstjórnandi
- Jóhann Sveinsson, meðstjórnandi
- Ragnar Marínó Kristjánsson, meðstjórnandi
- Þórir Thorir Erlingsson, varamaður
Um kvöldið var árshátíð KM, þar sem fram fór orðuveiting, happadrættið fræga var á sínum stað þar sem Ragnar Marínó Kristjánsson matreiðslumeistari stjórnaði með glæsibrag. Á meðal vinninga voru gjafabréf á MatBar, Skál, Kröst og Jómfrúna, gjafakörfur fullar af sælkeravörum, og margt fleira.
Bjarni Töframaður Baldvinsson sá um skemmtiatriðin.
Matseðill kvöldsins var glæsilegur:
Humar, hvítlauksmauk, nípuchips & charonsósa.
Lambahryggvöðvi, jarðskokka & kartöflukaka, rauðbeða & lambasoð, gulbeðu- & rauðbeðulauf.
Krukka með mjólkursúkkulaðimús, salthnetum & bláberjum.
Vegan:
Gulrætur, granatepli, klettasalat & rauðbeður.
Linsubaunakaka, kartöflur, rótargrænmeti & kryddjurtarskilningur.
Súkkulaði-vatns-ganas, berjakrap & jarðaber.
Síðan tók við Bjartur Logi Finnsson, bakari, kökugerðarmaður, sölumaður hjá Garra, trúbador með meiru og hélt uppi góðri stemningu fram eftir kvöldi.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis





