Viðtöl, örfréttir & frumraun
Til hamingju matsveinar og matartæknar
Þetta var stoltur hópur sem bauð til vorveislu í Hótel- og matvælaskólanum á miðvikudagskvöldið s.l. Fyrir flest þeirra er framtíðin björt, öll voru þau með spennandi vinnu og með brennandi áhuga fyrir starfinu. Þarna voru á ferðinni matsveinar- og matartæknar að fagna að senn kemur sumar með blóm í haga.
Það er orðið langt síðan ég fór að velta þessari menntun fyrir mér en það fer hljótt um hana. Matsveinar og matartæknar hafa ekki barið sig mikið á brjóst opinberlega undanfarin ár.
Ég hef ekki kynnt mér mikið þetta nám og því fannst mér nú alveg kjörið að kanna málið frekar. Ég held nefnilega að þessi hópur séu dálítið eins og týndu börnin hennar Evu, ef hægt er að líkja þessu saman. Þau eru út um allt, ekki mjög sýnileg en ákaflega mikilvæg.
Upphafið af þessu öllu og það sem vakti mig til umhugsunar var að um daginn leysti ég gamlan kunningja af á stóru hjúkrunarheimil og þá vaknaði forvitnin.
Allstaðar
Í framhaldi af þessu fór ég á stúfana og heyrði í meðal annars í Margréti S Sigurbjörnsdóttir í Hótel og matvælaskólanum í MK en hún með fleirum hefur borið hitann og þungann af matsveina- og matartæknináminu undanfarin ár.
„Jú“ sagði hún, „þetta er dálítið gleymdur hópur en fer allt stækkandi enda er þetta hryggjaröðin á svo mörgum stöðum. Hér erum við að mennta áhugasamt fólk með reynslu og bakgrunn í öllum tegundum af eldhúsum.“
„Þú rekst á þetta fólk allstaðar„ hélt hún stolt áfram, „þetta er það fólk sem leggur grunninn að matarmenningu barnanna okkar og kennir þeim hvernig á að borða hollann og næringarríkan mat. Þetta er það fólk sem er bak við eldavélina á fjölmörgum vinnustöðum, skrifstofum, verksmiðjum, kaupskipum og á fiskiskipaflotanum.
Allstaðar þar sem hollur og passandi matur er framreiddur dags daglega. Það er ekki lengur hægt að framreiða bara feitt kjöt og steiktan fisk alla daga lengur“ segir hún brosandi.
„Ekki gleyma því heldur að þetta er fólkið sem er á flestum hjúkrunarheimilunum það sem eldar fyrir foreldra okkur og síðar okkur sjálf síðustu árin okkar, þá þarf alúð og þekkingu“.
Ekki létt nám – ómissandi fólk
„Námið er ekki létt“ heldur Margrét áfram, “matsveinanámið er þrepaskipt, bóklegt og verklegt nám sem lýkur með fagprófi matsveins á 2. námsþrepinu. Námið er tvær annir í skóla og 52 vikur á vinnustað svo þetta er ekkert skyndinám, matartækninn er ári lengur og þá er sérhæfing í sjúkramat síðasta árið.“
Hingað koma nemendur sem margt hefur áratuga reynslu úr eldhúsunum og hér eru samankomnar margar þjóðir. En að sjálfsögðu er allt kennt á íslensku sem hefur ekki verið neitt vandamál hingað til.
En við erum sem sagt að útskrifa ómissandi fólk sem skiptir okkur meira máli en við gerum okkur grein fyrir. Þú sér til dæmis hvað er það fyrsta sem foreldrar spyrja börnin sín að þegar þau koma heim úr skóla eða leikskóla. Hvað var í matinn í dag og var maturinn góður?“
Lifið heil.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin