KM
Matarklúbburinn
Landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Sætran snýr aftur og matreiðir ljúffenga og einfalda rétti fyrir áhorfendur og gesti sína.
Hrefna galdrar fram gómsæta rétti sem kitla bragðlaukana og í hverjum þætti er boðið upp á tvo aðalrétti en máltíðin er síðan fullkomnuð með freistandi eftirrétti.
Í þáttunum er Hrefna með skemmtilegar og spennandi uppskriftir sem hún kryddar með nýjum hugmyndum.
Andrúmsloftið er afslappað og óformlegt, enda er Matarklúbburinn léttur og skemmtilegur þáttur sem gefur áhorfendum hugmyndir um hvað er hægt að matreiða á einfaldan hátt.
Hrefna Rósa Sætran er 28 ára og í fremstu röð íslenskra matreiðslumeistara. Hún er yfirkokkur og eigandi Fiskmarkaðsins, eins flottasta og vinsælasta veitingastaður landsins.
Fiskmarkaðurinn hefur vakið mikla athygli frá því hann var opnaður fyrir tæpum tveimur árum og hlotið frábæra dóma, jafnt hjá innlendum sem erlendum matargagnrýnendum og tímaritum. Fiskmarkaðurinn komst m.a. á Hot List Tables 2008 hjá Condé Nast Traveler og var valinn einn af heitustu nýju veitingastöðunum í heiminum árið 2008 hjá Food and Wine.
Á Fiskmarkaðinum leitar Hrefna í austur með bragð og stíl og býður upp á það besta frá Íslandi í bland við það besta frá Austurlöndum. Eins og nafnið gefur til kynna er fiskur í fyrirrúmi en einnig er boðið upp á úrval af kjöti.
Hrefna lærði kokkinn á Apótekinu. Hún var í fyrsta unglingalandsliði Íslands og var yfirkokkur á veitingastaðnum Maru á meðan hún var ennþá að læra. Eftir útskrift fór hún að vinna á Michelin staðnum Leu Linster í Luxemborg þar sem Íslendingarnir Hákon Már (3.sæti bocuse d´or) og Agnar Sverrison (Texture London) voru yfirkokkar og lærði hún mikið þar. Þegar Hrefna kom aftur til Íslands hóf hún störf á Sjávarkjallaranum og var fljót að vinna sig upp og tók við stöðu yfirkokks þar ári síðar.
Hrefna var fyrst valin í landslið íslenskra matreiðslumeistara árið 2004 og var þá yngsti meðlimur kokkalandsliðsins. Hún hefur keppt bæði í heimsmeistarakeppni og á Ólympíuleikum í matreiðslu fyrir Íslands hönd. Í október 2008 var hún í kokkalandsliðinu sem stóð sig frábærlega á Ólympíuleikunum í Erfurt í Þýskalandi en þar hlaut liðið tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun, sem er besti árangur sem íslenskir matreiðslumeistarar hafa náð í alþjóðlegri keppni. Hrefna þjálfaði unglingalandslið Íslands í þeirra fyrstu keppni árið 2007 en þar vann liðið til gullverðlauna.
Hrefna hefur ferðast mikið og heimsótt yfir 20 Michelin staði. Þegar hún var að undirbúa opnun Fiskmarkaðarins vann hún á toppstöðum í London og New York t.d. Nobu Berklay og Megu, til að upplifa nýja hluti og læra meira.
Hægt er að horfa á þættina hér:
www.skjarinn.is/einn/islenskt/matarklubburinn/thaettir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit