Frétt
Halla María hlýtur Menningarverðlaun Grindavíkur 2019
Halla María Svansdóttir hlýtur Menningarverðlaun Grindavíkur 2019 en verðlaunin verða afhent við setningu Menningarviku 9. mars næstkomandi.
Síðan Halla hóf framleiðslu á matarpokum árið 2012 í eldhúsinu heima hjá sér hefur hún haft jákvæð áhrif á matarhefð í Grindavík. Matarhefð er stór hluti af ímynd bæja og landsvæða enda endurspeglar hún menningu og sögu þeirra.
Halla hefur allt frá upphafi reynt að nýta sér hreinleika íslenskra matvæla og lífræna ræktun. Þá hefur henni tekist að byggja upp orðspor og eftirspurn eftir sinni framleiðslu sem oft inniheldur lykilhráefni úr Grindavík. Höllu er umhugað um bæjarfélagið sitt og hefur hennar frumkvöðlastarf hefur skilað sér í auknum tekjum og atvinnutækifærum í tengslum við okkar matarauð.
Halla hefur reglulega boðið íbúum Grindavíkur upp á menningartengda viðburði sem þá oftar en ekki eru matvælatengdir.
Á vef Grindavíkurbæjar segir að frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur útnefnir annað hvert ár handhafa Menningarverðlauna Grindavíkur og annað hvert ár bæjarlistamann Grindavíkur, samkvæmt Menningarstefnu Grindavíkurbæjar. Auglýst er eftir tilnefningum um einstaklinga eða félagasamtök sem til greina koma að hljóta tilnefninguna Menningarverðlaun og sæmdarheitið bæjarlistamaður.
Mynd: grindavik.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni1 dagur síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






