Vertu memm

Markaðurinn

Balsamiklax og kúrbítsnúðlur

Birting:

þann

Kúrbítur - Lax

Balsamiklax og kúrbítsnúðlur

70 g balsamik edik
80 g hvítvín
80 g hunang
20 g Dijon sinnep
1 msk ferskt rósmarín (blöðin)
1 hvítlauksrif
4 laxabitar (ca 150 g hver)
salt og pipar eftir smekk
1 kúrbítur (eða allt að 500 g)
1 msk sítrónusafi
1 msk ólífuolía

1. Setjið edik, hvítvín, hunang, sinnep, rósmarín og hvítlauk í blöndunarskálina og saxið 8 sek/hraði 8. Skafið niður hliðar skálarinnar með sleikjunni.

2. Setjið laxinn í efsta Varoma bakkann og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Yddið kúrbítinn í dýpri Varoma bakkann og „veltið“ aðeins uppúr sítrónusafanum og ólífuolíunni.

3. Setjið Varoma lokið á og gufusjóðið 13-15 mín/Varoma/hraði 1. Setjið kúrbíts núðlurnar á disk, laxinn yfir og að lokum hellið sósunni yfir (magn eftir smekk). Berið fram strax.  Einfalt, fljótlegt, hollt og gott.

Thermomix uppskrift.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið