Markaðurinn
Balsamiklax og kúrbítsnúðlur
70 g balsamik edik
80 g hvítvín
80 g hunang
20 g Dijon sinnep
1 msk ferskt rósmarín (blöðin)
1 hvítlauksrif
4 laxabitar (ca 150 g hver)
salt og pipar eftir smekk
1 kúrbítur (eða allt að 500 g)
1 msk sítrónusafi
1 msk ólífuolía
1. Setjið edik, hvítvín, hunang, sinnep, rósmarín og hvítlauk í blöndunarskálina og saxið 8 sek/hraði 8. Skafið niður hliðar skálarinnar með sleikjunni.
2. Setjið laxinn í efsta Varoma bakkann og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Yddið kúrbítinn í dýpri Varoma bakkann og „veltið“ aðeins uppúr sítrónusafanum og ólífuolíunni.
3. Setjið Varoma lokið á og gufusjóðið 13-15 mín/Varoma/hraði 1. Setjið kúrbíts núðlurnar á disk, laxinn yfir og að lokum hellið sósunni yfir (magn eftir smekk). Berið fram strax. Einfalt, fljótlegt, hollt og gott.
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Nýtt á matseðli1 dagur síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matvís jólaballið verður 8. desember