Vertu memm

Frétt

Íslenskir kokkar í aðalhlutverki í þýskri bók

Birting:

þann

Länderküche: Island - Das Kochbuch. Kulinarische Entdeckungen im Land der Feen und Trolle. Rezepte,Landschaftsfotografie, Produzentenporträts

Í bókinni eru uppskriftir og viðtöl við 20 þekkta íslenska kokka, matreiðslumenn, áhugakokka, matvælaframleiðendur og kaffihúsaeigendur

Nú á dögunum kom út bók hjá bókaútgáfunni Christian Verlag í Þýskalandi.  Gudrun M. H. Kloes er þýðandi og höfundur.

Um er að ræða veglega bók á þýsku, en í henni eru viðtöl við 20 þekkta íslenska kokka, matreiðslumenn, áhugakokka, matvælaframleiðendur og kaffihúsaeigendur og hver þeirra er með 2 uppskriftir.

Við val uppskrifta var lögð áherslu á hráefni sem er einnig fáanlegt í þýskumælandi löndum. Auk þess eru í bókinni pistlar eftir Gudrunu Kloes um daglega lífið á Íslandi með klassískum uppskriftum, t.d. rúgbrauðið og brúntertu.

Gudrun M. H. Kloes

Gudrun flutti til Íslands fyrir rúmlega 30 árum og hefur verið búsett hér síðan. Hún hefur unnið margvísleg störf bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni en ávallt haft ritstörf og þýðingavinnu í hávegum.

ISLAND-KOCHBUCH eftir Maike Hanneck

ISLAND-KOCHBUCH eftir Maike Hanneck

Áslaug Snorradóttir tók ljósmyndir af réttunum, veitingastöðunum, kokkunum en einnig fylgja landslagsmyndir víða að af landinu. Áslaug er fær matarljósmyndari en hún hefur áður gefið út uppskriftabækur, einnig í samstarfi við kokka. Hún hefur t.a.m. unnið að sjónvarpsefni með Sveini Kjartanssyni matreiðslumeistara „Fagur fiskur“.

Gudrun hefur áður gefið út margvislegt efni um Ísland, þ.á.m. bókina Erotic Iceland. Hún rekur litla bókaútgáfu á Laugarbakka, sem m.a. gefur út ISLANDKOCHBUCH eftir Maike Hanneck. en sú bók er einnig til á frönsku.

Maike er dóttir Gudrunar og á heima í Þýskalandi en hún bjó mörgum árum á Íslandi og starfaði m.a. í gamla Staðarskála. Þær mæðgur hafa gefið út uppskriftabækur um íslenska matargerð, enda miklir matgæðingar.

Bókin er fáanleg hér á Amazon.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið