Keppni
Velkomin heim
Í gær var haldin móttaka fyrir Íslenska Kokkalandsliðið vegna góðs árangurs á Heimsmeistaramótsins í matreiðslu sem haldið var í Lúxemborg.
Eins og kunnugt er þá vann Íslenska Kokkalandsliðið til gullverðlauna fyrir heita matinn. Ekki er enn búið að gefa út heildarstig þar sem keppni er ekki lokið en ljóst að lágmarki 91 stig af 100 mögulegum.
Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunnar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.
Kokkalandsliðið 2018 skipa, nöfn og vinnustaðir:
Þjálfari, Ylfa Helgadóttir, Kopar
Aðstoðarþjálfari, Jóhannes S. Jóhannesson, Landsvirkjun
Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, Björn Bragi Bragason, Síminn
Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, Mímir Hótel Saga
Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
Snorri Victor Gylfason, Vox Hilton hótel
Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélagið
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Marel
Kara Guðmundsdóttir, Fiskfélagið
Denis Grbic, Mímir Hótel Saga
Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið
Hinrik Lárusson, Luxury Catering
Það var Klúbbur Matreiðslumeistara sem undirbjó mótttökuna æfingahúsnæði Kokkalandsliðsins að Stórhöfða í höfuðstöðvum MATVÍS. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Kristján Þór Júlíusson var meðal þeirra sem tóku á móti liðinu.
Mynd: facebook / Kokkalandsliðið

-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata