Vertu memm

Keppni

Heimsmeistarakeppnin í Lúxemborg hafin

Birting:

þann

Heimsmeistaramót í matreiðslu - Lúxemborg 2018

Björn Bragi Bragason fyrir fram heita eldhúsið.

Núna klukkan 12:00 hófst vinna við matreiðsluna í heimsmeistarakeppni í matreiðslu en hún fer fram í Luxexpo keppnishöllinni í Lúxemborg um alla helgina. Keppnin hófs í raun þegar dyrnar opnuðust á klukkan 10:00 í morgun og þá byrjuðu dómararnir að fylgjast með keppnisliðunum og dæma.

Undirbúningur í morgun

„Nú er þetta í höndunum á krökkunum sem eru búin að vera ljóndugleg í öllum undirbúningnum. Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu hjá þeim og það er tilhlökkun og spenna í hópnum“,

sagði Björn Bragi Bragason Forseti Klúbbs matreiðslumanna.

„Liðin hafa nú sex tíma til að klára að matreiða máltíðina“

En hún verður borin á borð klukkan 18:00.

Í heita eldhúsinu

Íslenska kokkalandsliðið fylgir eftir framúrskarandi árangri liðsins frá síðasta móti sem skilaði liðinu í 5. sæti.

Sjá einnig: Íslenska Kokkalandsliðið í 5. sæti | Besti árangur Íslands hingað til

Verndari landsliðiðsins er engin önnur en Eliza Reid forsetafrú sem er að sjálfsögðu komin til Lúxemborg til að fylgja liðinu og hvetja það áfram. Hún leit við á æfingu hjá landsliðinu undir kvöld í gær og fékk að skoða undirbúninginn.

Mynd: facebook / Kokkalandsliðið

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið