Uppskriftir
Laxasteik með súrsaðri engiferrjómasósu og bankabyggi
Hráefni
800 gr laxaflök án roðs
4 dl kjúklingasoð (má vera vatn og 1 msk kjúklingakraftur
200 gr bankabygg
1 dl rjómi
1 stk gulrót, smátt skorin
1 stk hvítlauksgeiri, marinn
1 stk fennel smátt skorið
1 stk rauðlaukur, smátt skorinn
vatn
salt
Sósan
4 dl rjómi
2 dl hrísgrjónaedik
1 dl léttþeyttur rjómi
40 gr súrsað engifer
salt
Aðferð
Skerið laxinn í 4 steikur. Steikið laxinn í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið við miðlungs hita. Kryddið laxinn með salti.
Sósa:
Setjið engifer í pott ásamt smá safa sem er í krukkunni og sjóðið niður þar til lítill safi er eftir. Bætið hrísgrjónaediki út í og sjóðið til helminga.
Hellið rjóma í og sjóðið í 5-10 mínútur. Bætið þeytta rjómanum út í rétt áður en sósan er borin fram svo hún verði létt og froðukennd. Kryddið með smá salti.
Bankabygg:
Ristið smátt skorið grænmetið á pönnu og takið til hliðar. Sjóðið bankabyggið með hvítlauk í kjúklingasoði í u.þ.b. 45 mín. við vægan hita og bætið vatni í ef þarf; það á að vera mjúkt við tönn. Sigtið auka vökva frá og setjið aftur í pott. Bætið rjómanum útí og sjóðið ásamt grænmetinu í 10 mín. við vægan hita. Setjið smá salt út í.
Hollráð:
Byrjið á að sjóða byggið og undirbúið svo restina af réttinum.
Höfundur: Sigurður Gíslason matreiðslumeistari.
Mynd: facebook / GOTT
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi