Keppni
Heit æfing hjá Kokkalandsliðinu í dag
Heimsmeistarmót í matreiðslu er handan við hornið. Kokkalandsliðið æfir stíft þessa dagana og eru t.a.m. með æfingu á heita matnum sem hófst í morgun að undirbúa mat fyrir 110 gesti seinna í dag.
Heimsmeistaramót í matreiðslu, er haldið á fjögurra ára fresti og fer fram dagana 23.-28. nóvember í Lúxemborg. Á mótinu mætast margir af færustu kokkum heimsins og þar er keppt í tveimur greinum. Annars vegar er keppt í svokölluðu köldu borði eða „Culinary Art Table“ og hins vegar í heitum réttum eða „Hot Kitchen“.
Í keppninni um heitu réttina er útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétti, aðalrétti og eftirrétti sem eldaður er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Kokkalandsliðið vinnur með alíslenskar áherslur í gegnum keppnina og lögð er mikil áhersla á sérvalið sígilt íslenskt hráefni þar sem íslenskur þorskur, íslenskt lamb og Ísey skyr verða í aðalhlutverkum.
Með fylgja myndir frá æfingunni í dag.
Myndir: facebook / Kokkalandsliðið

-
Keppni5 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025