Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Kíkt á Fjárhúsið úti á Granda

Birting:

þann

Fjárhúsið úti á Granda

Birgir Rafn Reynisson

Undirritaður var á smá rölti úti á Granda og kom við í Matarmarkaðinum og smellti af nokkrum myndum af þessum herramanni þar sem hann stóð vaktina í Fjárhúsinu.

Þetta er hann Birgir Rafn Reynisson sem er annar eiganda á móti Herborgu Svönu Hjelm.

Ég spjallaði lítillega við Birgir þar sem mig langaði að heyra aðeins meira um hvað verður á boðstólum hjá þeim um jólin, en ég hafði heyrt að það yrði ákaflega spennandi. Að sjálfsögðu komum við til með að skoða það betur því jólin eru bara hinu megin við hornið.

Fjárhúsið úti á Granda

Fjárhúsið sérhæfir sig í íslensku lambi

Bæði Birgir og Herborg hafa staðið í ströngu á þessu ári en fyrir utan að hafa opnað Fjárhúsið þar sem lögð er áhersla á íslenska lambið þá eru þau einnig fólkið á bak við Matartímann sem er að slá í gegn í skólunum.

Fjárhúsið úti á Granda

Fjárhúsið úti á Granda

Látum þetta duga í bili en við eigum eftir að fjalla um jólalambið hjá þeim aðeins betur þegar nær dregur að jólum.

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið