Keppni
Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2018
Úrslit eru ráðin í keppninni Eftirréttur Ársins 2018 sem Garri hélt í Perlunni í dag fimmtudaginn 18. október 2018. Í ár var keppnin mjög hörð keppni og mjótt á munum.
Augljóst er að gæðin eru mikil hjá keppendum sem eykst með hverju árinu.
Garri hélt einnig keppnina Konfektmoli Ársins samhliða eftirréttakeppninni.
Þema keppninnar í ár var HOT STUFF.
Eftirréttur Ársins 2018

Sigurvegarar í Eftirréttur ársins 2018
F.v. Wiktor Pálsson 3. sæti, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir 1. sæti og Chidapha Kruasaeng 2. sæti
Sigurvegari í Eftirréttur Ársins í ár var Snædís Xyza Mae Jónsdóttir frá Hótel Sögu sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis.
Í öðru sæti lenti Chidapha Kruasaeng frá HR Konfekt og í þriðja sæti Wiktor Pálsson frá Hótel Sögu.
Konfektmoli Ársins 2018

Sigurvegarar í Konfektmoli ársins 2018
F.v. Hermann Marinósson 2. sæti, Arnar Jón Ragnarsson 1. sæti og Vigdís Mi Diem Vo 3. sæti
Sigurvegari í Konfektmoli Ársins 2018 var Arnar Jón Ragnarsson frá Sandholt sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis.
Í öðru sæti lenti Hermann Marinósson frá Hótel og Matvælaskólanum og í þriðja sæti Vigdís Mi Diem Vo frá Sandholt.
Dómarar

Dómarar í Eftirréttur ársins 2018.
F.v. Bjarni Viðar Þorsteinsson, Friðgeir Ingi Eiríksson og Bjarni Siguróli Jakobsson
Eftirréttur Ársins:
Yfirdómari var Friðgeir Ingi Eiríksson – Bocuse d’Or keppandi 2007
Bjarni Siguróli Jakobsson – Bocuse d’Or keppandi 2019
Bjarni Viðar Þorsteinsson – Sjávargrillið
Konfektmoli Ársins:
Yfirdómari var Sigurður Már Guðjónsson frá Bernhöfs Bakarí
Meðdómari var Júlía Skarphéðinsdóttir matreiðslumaður.
Keppnin fór fram í Perlunni og stóð yfir allan daginn frá kl. 10:00 – 16:00. Garri hefur um árabil haldið eftirréttakeppnina við góðan orðstír og hefur hún vakið verðskuldaða athygli í faginu, ásamt keppninni Konfektmoli Ársins sem nú er haldin samhliða.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?








