Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Skúrinn Pizza joint opnar í Stykkishólmi
Skúrinn Pizza joint er nýjasta viðbót í veitingaflóru Stykkishólmar sem staðsettur er við Borgarbraut 1.
Eigendurnir eru Arnþór Pálsson, Þóra Margrét Birgisdóttir, Sveinn Arnar Davíðsson og Rósa Kristín Indriðadóttir.
„Við ætlum að vera með pizzur með alls konar rugli og svo verður sérstaðan sú að við ætlum að reyna að bjóða uppá bestu djúpsteiktu kjúllavængina á Íslandi.“
Sagði Arnþór Pálsson í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um matseðilinn.
Framkvæmdir standa yfir og unnið er hörðum höndum við að opna veitingastaðinn sem fyrst, en áætlað er að opna á næstu tveimur vikum. Opnunartími verður seinni partinn og fram eftir kvöldi.
„Þetta verður bara búlla þannig það verða c.a. 15 sæti á háborðum.“
Sagði Arnþór að lokum.
Matseðill og fleiri myndir verða birtar hér á veitingageirinn.is þegar nær dregur að opnun.
Myndir: facebook / Skúrinn Pizza joint
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni









