Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Skúrinn Pizza joint opnar í Stykkishólmi

Birting:

þann

Skúrinn Pizza joint - Stykkishólmur

Eigendurnir Sveinn Arnar Davíðsson og Arnþór Pálsson eru klárir í slaginn

Skúrinn Pizza joint er nýjasta viðbót í veitingaflóru Stykkishólmar sem staðsettur er við Borgarbraut 1.

Eigendurnir eru Arnþór Pálsson, Þóra Margrét Birgisdóttir, Sveinn Arnar Davíðsson og Rósa Kristín Indriðadóttir.

„Við ætlum að vera með pizzur með alls konar rugli og svo verður sérstaðan sú að við ætlum að reyna að bjóða uppá bestu djúpsteiktu kjúllavængina á Íslandi.“

Sagði Arnþór Pálsson í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um matseðilinn.

Framkvæmdir standa yfir og unnið er hörðum höndum við að opna veitingastaðinn sem fyrst, en áætlað er að opna á næstu tveimur vikum. Opnunartími verður seinni partinn og fram eftir kvöldi.

„Þetta verður bara búlla þannig það verða c.a. 15 sæti á háborðum.“

Sagði Arnþór að lokum.

Matseðill og fleiri myndir verða birtar hér á veitingageirinn.is þegar nær dregur að opnun.

Myndir: facebook / Skúrinn Pizza joint

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið