Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Skúrinn Pizza joint opnar í Stykkishólmi
Skúrinn Pizza joint er nýjasta viðbót í veitingaflóru Stykkishólmar sem staðsettur er við Borgarbraut 1.
Eigendurnir eru Arnþór Pálsson, Þóra Margrét Birgisdóttir, Sveinn Arnar Davíðsson og Rósa Kristín Indriðadóttir.
„Við ætlum að vera með pizzur með alls konar rugli og svo verður sérstaðan sú að við ætlum að reyna að bjóða uppá bestu djúpsteiktu kjúllavængina á Íslandi.“
Sagði Arnþór Pálsson í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um matseðilinn.
Framkvæmdir standa yfir og unnið er hörðum höndum við að opna veitingastaðinn sem fyrst, en áætlað er að opna á næstu tveimur vikum. Opnunartími verður seinni partinn og fram eftir kvöldi.
„Þetta verður bara búlla þannig það verða c.a. 15 sæti á háborðum.“
Sagði Arnþór að lokum.
Matseðill og fleiri myndir verða birtar hér á veitingageirinn.is þegar nær dregur að opnun.
Myndir: facebook / Skúrinn Pizza joint
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Uppskriftir6 klukkustundir síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac