Keppni
Ísland sópar að sér verðlaunum á EM í súkkulaði

Um þrjátíu manna dómnefnd heiðraði nýjastu afurð Omnom með gulli, en Black n´ Burnt Barley kom út í maí á þessu ári.
Omnom súkkulaði sópaði að sér verðlaunum á Evrópumóti í súkkulaðigerð í gær. Omnom hlaut 11 verðlaun, þar á meðal 5 gullverðlaun.
Gullverðlaunahafar Evrópumótsins fá þátttökurétt á alþjóðlegu súkkulaðihátíðinni sem fer fram seinna á árinu. Alþjóðlegu súkkulaðiverðlaunin eru mestu heiðursverðlaun sem súkkulaði getur hlotið.
Um þrjátíu manna dómnefnd heiðraði nýjastu afurð Omnom með gulli, en Black n´ Burnt Barley kom út í maí á þessu ári. Einnig vann eitt vinsælasta súkkulaði Omnom, Lakkrís + Salt til gullverðlauna sem og Milk of Madagascar. Öll þessi súkkulaði munu keppa til verðlauna seinna á árinu.
„Þetta er svolítið eins og að vinna EM í súkkulaði. Við erum ótrúlega hamingjusöm og hrærð yfir þessum mikla heiðri. Svona verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir ungt og íslenskt fyrirtæki.“
segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður.
Listi yfir verðlaun:
Mikrólögun – Hreint/ Unnið úr upprunabaun – mjólkursúkkulaði
Gullverðlaun fyrir Milk of Madagascar
Bragðbætt hvítt súkkulaði
Gullverðlaun Lakkrís + Sea Salt
Silfurverðlaun fyrir Coffee + Milk
Viðbætt hvítt súkkulaði (t.d. hnetur, súkkulaði, karamella)
Gullverðlaun fyrir Black n’ Burnt Barley
Míkrólögun – Hreint/upprunabaun mjólkursúkkulaði
Gullverðlaun: Súkkulaðiframleiðandi fyrir Milk of Madagascar
Gullverðlaun: Keypt beint af bónda Milk of Madagascar
Míkrólögun – Hreint/upprunaland dökkt súkkulaði
Silfurverðlaun fyrir Madagascar 66%
Silfurverðlaun fyrir Tanzania 70%
Hreint/upprunaland dökkt mjólkursúkkulaði (Sem inniheldur 50% kakó eða meira )
Bronsverðlaun fyrir Dark Milk of Tanzania
Bronsverðlaun fyrir Milk of Nicaragua
Viðbætt mjólkursúkkulaði (t.d hnetur, súkkulaði, karamella)
Bronsverðlaun fyrir Caramel + Milk
Myndir: Omnom Chocolate

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars