Uppskriftir
Eldsnögg hvítsúkkulaðiostakaka með bláberjasultu og bláberjum
Ragnar Freyr Ingvarsson einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu birtir á heimasíðu sinni girnilega uppskrift af hvítsúkkulaðiostaköku.
Hráefnalisti fyrir sex
400 g rjómaostur
1 peli rjómi
200 g hvítt súkkulaði
175 g digestive kex
3 blöð gelatín
75 g haframjöl
100 g smjör
2 msk hunang
6 msk bláberjasulta frá Grétu í Stykkishólmi
6 msk fersk bláber
Aðferð
Bræðið fyrst súkkulaðið yfir vatnsbaði.
Bætið pela af rjóma saman við bráðið súkkulaðið.
Svo setti ég 3 gelatín blöð saman við heitan rjóman og bráðið súkkulaðið.
Setti rjómaostinn í skál og þeytti þar til hann varð mjúkur.
Þá fer súkkulaðirjóminn saman við rjómaostinn og blandað vel saman. Lét svo skálina inn í ísskáp til að kólna.
Þá var kexið sett í matvinnsluvél og hrært saman við haframjölið.
Þvínæst bætti ég bráðnu smjöri saman við kexmulninginn og svo hunangi. Lét svo standa í nokkrar mínútur.
Setti svo kexblönduna í skálar.
Þá tyllti ég matskeið af sultunni hennar Grétu ofan á kexblönduna.
Og þakti svo kexið og sultuna með súkkulaðiblöndunni. Setti svo skálarnar í ísskápinn.
Mynd: laeknirinnieldhusinu.com

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni