Markaðurinn
Double Dutch tonic – nýtt vörumerki á Íslandi
Karl K Karlsson hefur hafið sölu á nýrri tóniklínu, Double Dutch, sem sköpuð er af hollenskum tvíburasystrum sem hafa það að markmiði að bæta gæði kokteila.
Hver einasta flaska af Double Duth er framleidd í Bretlandi og eru engin gerviefni notuð í framleiðslunni, né litarefni eða rotvarnarefni. Aðeins eru notuð náttúruleg hráefni, sem blönduð eru við lindarvatn frá norðurhluta Englands til að skapa brakandi ferska og framsækna drykki. Allar tegundirnar innihalda lágan hitaeiningfjölda og aðeins eru notuð náttúruleg sætuefni.
Vörumerkið fékk viðurkenninguna “Foodpreneur Award 2018” sem sjálfur Richard Branson veitir árlega og “Best Adult Soft Drink Award 2016” sem samtökin World Beverage Innovation Awards veita.
Fyrst um sinn verða sex tegundir fáanlegar.
-
Trönuberjatónik
Bragð:
Um er að ræða seiðandi mixer sem hannaður er til að para þurrleikann í kínín saman með súrsæti bragði trönuberja, sem síðan er fylgt eftir með marslungnum tónum af engifer sem leikur um palettuna.
Lykt:
Bitur með sætum keim.
-
“Skinny” tónik
Bragð:
Þessi útgáfa af tóniki inniheldur 60% færri hitaeiningur heldur en klassíska útgáfan. Þrátt fyrir það er engu til sparað þegar kemur að bragðgæðum og er því um að ræða tilvalin svaladrykk sem drekka má einn og sér eða sem mixer með gini eða vodka. Eins og í klassísku útgáfunni má finna tóna af bleiku greipaldini og einiberjum í bragðinu.
Lykt:
Næm, með þurrum eftirtónum.
-
Indverskt tónik
Bragð:
Við kínin bragðið er bætt bleiku greipi og til að fá meiri dýpt í bragðið er einiberjum bætt við, sem hefur einnig þau áhrif að það dregur úr bitru eftirbragðinu sem gerir marga afhuga tóniki.
Lykt:
Fínofin með vott af ávöxtum.
-
Gúrka og vatnsmelóna
Bragð:
Náttúruleg sæta vatnsmelónunnar spilar skemmtilega með ferskleika agúrkunnar.
Lykt:
Vottur af sætu með frískandi ilmi.
-
Granatepli og basilika
Bragð:
Basilikan er þekkt fyrir að draga fram sýru í mat á borð við tómata og í gosdrykkjum eru pipraðir bragðtónar hennar frábært mótvægi við sætuna í granateplinu. Útkoman er margslungið og framandi bragð sem styður við, en yfirgnæfir ekki, blandað drykki.
Lykt:
Ilmur af jurtum með sætum en sterkum undirtón.
-
Engiferbjór
Bragð:
Þrenns konar tegundir engifers sameinast til að bjóða upp á fullkomna braðgupplifun: sá fyrsti er sterkur með pipruðum grunni, sá seinni er pipraður með keim af sítrónu og sá þriðji er sætur með jarðnesku bragði. Að lokum er límónu blandað við sem býður upp á ferskt og safaríkt bragð.
Lykt:
Sterkt með keim af límónu.
Allar nánari upplýsingar veitir Valli hjá Karli K Karlssyni, valgardur@karlsson.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars