Markaðurinn
Glacierfire er nýtt íslenskt merki í drykkjarvöru
Glacierfire er nýtt fyrirtæki í eigu Arnars Loftssonar og Priyesh Patel. Vörulína Glacierfire er margþætt og vönduð og hefur verið í þróun í marga mánuði en fyrstu afurðir þess eru að líta dagsins ljós þessa dagana. Nánar má kynna sér línuna inn á www.glacierfire.is en þar má meðal annars finna vodka, gin, bjór, vatn, te, kaffidrykki, tonic og margt fleira.
Vörur Glacierfire eru framleiddar bæði á Íslandi sem og víðsvegar um heiminn en ávallt er útgangspunkturinn að nota eins mikið af íslensku hráefni og kostur er með íslenska vatnið í fararbroddi þar sem það á við. Rolf Johansen & co er sölu og dreifingaraðili Glacierfire á Íslandi og samkvæmt Atla Hergeirssyni vörumerkjastjóra hjá Rolf eru þau nýbúin að taka inn fyrstu sendinguna af Volcania bjórunum þremur þar á bæ, lagerbjór, IPA og ale í gleri en sömu bjórar eru einnig væntanlegir í dósum.
„Aðrar vörur Glacierfire eru að tínast í hús sem verða svo allar orðnar fáanlegar hjá Rolf Johansen fyrir lok árs 2018 en um er að ræða um 70 vöruliði af ýmsum toga.“
Segir Atli og bætir við að hægt sé að hafa samband við sig á netfangið [email protected] fyrir nánari upplýsingar um vörur Glacierfire en ljóst er að hér er á ferðinni gríðarlega spennandi vörulína sem verður athyglivert að fylgjast með í framtíðinni.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli3 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar