Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Reykhólum – Ærkjöt er í hávegum haft á matseðlinum
Nýr veitingastaður hefur verið opnaður á Reykhólum sem nefnist 380 Restaurant og er nafnið til komið vegna póstnúmers Reykhóla 380.
Veitingastaðurinn er staðsettur í sama húsi og Hólabúðin sem lengi vel bauð upp á minnsta veitingastað á landinu eða eitt fjögurra manna borð. Rekstraraðilar eru hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson sem hafa staðið vaktina frá opnun verslunarinnar frá árinu 2015.
Við stækkun húsnæðis Hólabúðar er rými fyrir tugi manns, en Ása og Reynir ætla að byrja með 26 manns í sæti, en salurinn getur tekið allt að 50 manns.
380 Restaurant býður upp á nokkrar tegundir af hamborgurum, pizzur, fisk og franskar, barnamatseðil og drykki. Ærkjöt er í hávegum haft á matseðlinum þar sem boðið er upp á þrjá tegundir af hamborgara með ærkjöti. Ef ærkjöt er ekki til, þá er notað nautakjöt í staðinn.
Myndir: facebook / Hólabúð Reykhólahreppi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana