Markaðurinn
Ísey skyr og Ísey skyrbar tilnefnd til virtra verðlauna
Ísey skyr og Ísey skyrbarir hafa verið tilnefnd til virta verðlauna, Ísey skyr fyrir besta nýja vörumerkið og Ísey skyrbar fyrir best heppnuðu útvíkkun vörumerkja (brand extension). Ísey skyr er vörumerki í eigu Mjólkursamsölunnar sem var kynnt í júní á síðasta ári með pompi og prakt.
Myndband frá viðburðinum:
Það er fjölmiðlafyrirtækið FoodBev í Bretlandi sem stendur fyrir verðlaununum World Dairy Innovation Awards í keppni meðal mjólkurframleiðenda víðs vegar um heiminn þar sem m.a. er valið besta nýja vörumerkið, besta nýjungin og besta hönnunin í hópi mjólkurvara. Meðal mjólkurvöruframleiðenda sem hafa unnið í þessari keppni eru stórfyrirtækin Arla og Danone.
Að sögn Ara Edwald, forstjóra MS, eru þessar tilnefningar afar þýðingarmiklar og staðfesta enn frekar þá vegferð sem fyrirtækið er á með Ísey skyr og Ísey skyrbari.
„Við höfum á undanförnum misserum fundið fyrir miklum meðbyr með Ísey skyri og verðum áþreifanlega vör við að afar margir eru áhugasamir um íslenska skyrið. Nýlega hófum við markaðssetningu í Belgíu, Hollandi og Lúxemborg og hefjum framleiðslu og sölu í Rússlandi í júní.
Tilnefningarnar eru skemmtileg viðbót sem staðfesta að mjög vel hefur tekist til með vörumerkið Ísey skyr, sem við erum að vinna með og áherslur í kringum það. Það höfðar til margra“.
Ísey skyr vörumerkið var kynnt til þess að fá samræmi og heildstæða stefnu í markaðsstarfi með skyrið heima og erlendis. Við val á nýju nafni var leitast við að halda fast í tengingu skyrsins við Ísland. Til að heiðra konur landsins sem miðluðu þekkingu á skyrgerð til dætra sinna í gegnum aldirnar og til að endurspegla íslenskan bakgrunn og sögu skyrsins varð nafnið Ísey fyrir valinu en það er fallegt séríslenskt kvenmannsnafn sem vísar í eyjuna Ísland.
Ísey skyr barirnir eru útvíkkun á vörumerkinu Ísey skyr og er markmiðið með þeim að bjóða upp holla skyrrétti og drykki. Réttirnir á Ísey skyr börunum eru þróaðir af Michelin kokknum Agnari Sverrissyni sem á veitingastaðinn Texture í London, Englandi.
Ísey skyr fyrir Bretlandsmarkað:
Ísey skyr fyrir markað í Belgíu:
Ísey skyr frá móður til dóttur:
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný