Frétt
Yfir 95% heimsendinga á rafmagnsbílum
Aha.is sendir nú yfir 95% af pöntunum á rafmagnsbílum í stað bensínbíla.
„Við erum að fækka bílum á götunum. Við tökum til dæmis oft 4-8 pantanir úr matvöruverslunum í hverri ferð og spörum þannig jafnmargar ferðir í búðina fyrir viðskiptavini. Hver bíll getur tekið 30 ferðir á dag,“
segir Helgi Már Þórðarson, annar stofnenda aha.is í fréttatilkynningu.
Hægt er að fá heimsent um allt höfuðborgarsvæðið samdægurs en út á land úr sérvöruverslunum á 2-3 dögum. Nýjar verslanir og veitingastaðir bætast við nánast vikulega inn á aha.is en sem dæmi má nefna að á síðustu vikum er búið að opna Hamborgarafabrikkuna, Sportís, Dressmann og Casa.
Helgi segir að fólk sé sífellt betur að sjá hversu mikinn tíma það sparar með því að fá vörur og veitingar sent heim. Það hafi til dæmis sýnt sig þegar aha.is hóf samstarf við Nettó síðastliðið haust en margir nýti sér þjónustuna, bæði einstaklingar og fyrirtæki.
„Eins pantar fjöldi fyrirtækja veitingar fyrir starfsfólk í hádeginu og það góða við að þegar starfsfólkið borðar saman skapast betri stemning á vinnustaðnum. Þá missa fyrirtækin ekki starfsfólkið út úr húsi en sum þeirra fyrirframpanta hjá okkur á föstudögum mat fyrir alla næstu viku,“
segir Helgi.
Smellpassa inn í umhverfisstefnu fyrirtækisins
Síðasta haust keypti fyrirtækið 10 Renault ZOE rafmagnsbíla og hraðhleðslustöðvar sem settar voru upp í höfuðstöðvum aha.is. Helgi segir bílana hagkvæma í rekstri og smellpassa inn í umhverfisstefnu fyrirtækisins.
„Við sjáum ekki fram á annað en að héðan í frá verði eingöngu keyptir rafmagnsbílar. Það skiptir okkur máli að þjónustan sé umhverfisbætandi og viðskiptavinir okkar eru greinilega á sama máli,“
segir Helgi.
Aha.is er markaðstorg fyrir verslanir og veitingastaði á netinu. Á heimasíðu aha.is er hægt að kaupa og fá heimsent á 90 mínútum beint frá yfir 100 sölustöðum sem eru staðsettir um allt höfuðborgarsvæðið.
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur