-
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Úrslit Red Hands í london – Myndir og vídeó
Eplarósir er ein vinsælasta uppskriftin á Pinterest. Bjarni Gunnar Kristinsson sýnir hér á einfaldan hátt í meðfylgjandi myndbandi hvernig þessi vinsæli réttur er gerður.
Þessar glæsilegu og afar ljúffengu eplarósir er auðvelt að gera og njóta.
1 stórt rautt epli, fræhreinsað og skorið mjög þunnt í sneiðar
1/4 bolli hvítur sykur eða hrásykur
1 tsk. kanilduft til að blanda í sykurinn
1 pakkning smjördeig
1 egg
2 tsk. sítrónusafi
1 tsk. hindberjasulta (valfrjálst)
Hitið ofninn að 200 gráðum.
Setjið eplasneiðar á disk eða í skál með ögn af vatni og sítrónusafa. Hitið í örbylgjuofni á hæstu stillingu í um 45 sekúndur, eða þangað til sneiðarnar hafa örlítið meiri sveigjanleika (brotna ekki ef þær eru sveigðar). Plastfilma sett yfir eða viskastykki.
Blandið saman sykri og kanil í skál.
Rúllið smjördeiginu út með smá hveiti í passlega þykkt. Notið pitsuskera og skerið tvær lengjur með bili á milli.
Dreifið sultu yfir deigið; setjið svo örlítið af kanilsykri yfir. Setjið eplasneiðar á efri hlutann af deiginu og látið skarast aðeins yfir brúnina af deiginu. Brjótið neðri hlutann af deiginu yfir eplasneiðarnar og myndið þannig langt „samlokudeig“ með eplasneiðum sem verða fyrir utan brúnina.
Blandið eggi og smá sítrónuvatni saman í skál til að pensla yfirborð deigsins með. Stráið meira af kanil-sykri yfir eftir smekk.
Byrjið frá einum enda og rúllið deigið ekki of þétt til að mynda rósalaga sætabrauð. Kremjið endana saman svo það myndist snúður.
Flytjið rósirnar í muffins-form. Stráið aðeins meira af kanilsykri yfir. Bakið þar til það er brúnt, eða í um 45 mínútur. Látið kólna í fimm til tíu mínútur. Fjarlægiððu eplarósirnar úr forminu og látið kólna áður en borið er fram með ís eða rjóma.
Skýringar kokks:
Ef þú ert ekki með örbylgjuofn skaltu láta eplasneiðarnar krauma í smá smjöri á miðlungs hita í um það bil hálfa mínútu á hvorri hlið, eða þar til þær eru orðnar sveigjanlegar en þó ekki mjúkar.
Ef þú notar málm muffins-pönnu í stað ramekin, myndi ég draga úr hitanum, niður í 375 gráður F (190 gráður C) og elda í um 45 mínútur, eða þar til sætabrauðið er brúnt.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur