Frétt
Gataklettur kaupir Hótel Stykkishólm
Pétur Geirsson hefur selt fyrirtækinu Gatakletti ehf Hótel Stykkishólm. Nýir eigendur taka formlega við eignum og rekstri um næstu mánaðamót.
Sverrir Hermannsson einn af hluthöfum Gatakletts segir í samtali við Skessuhorn að þessi kaup fyrirtækisins sé liður í því að efla vöxt þess á Snæfellsnesi, en fyrir rekur Gataklettur nú ferðaþjónustuna Snjófell á Arnarstapa sem það keypti nýverið og Hótel Ólafsvík.
„Við munum fara í einhverjar breytingar á rekstri hótelsins í Stykkishólmi. Við munum skipta um tæki í eldhúsi og mála það. Þá hyggjumst við hafa hótelið opið lengur. Sverrir segir ennfremur að leyfi sé til staðar til að byggja tvær hæðir ofaná hótelið en fyrst um sinn verði beðið með þær framkvæmdir. Við getum þannig stækkað hótelið um 28 herbergi til viðbótar við þau sem fyrir eru.“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu






