Eftirréttur ársins
Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2017
Úrslit eru ráðin í keppninni Eftirréttur Ársins 2017 sem Garri hélt nú í áttunda sinn í Laugardalshöll í gær fimmtudaginn 26. október 2017. Í ár var keppnin mjög hörð keppni og mjótt á munum, augljóst er að gæðin eru mikil hjá keppendum sem eykst með hverju árinu.
Garri hélt nú í fyrsta skiptið keppnina Konfektmoli Ársins samhliða eftirréttakeppninni. Þema ársins var Flóra Íslands.
Eftirréttur Ársins 2017

Sigurvegarar Eftirréttur Ársins 2017
Daníel Cochran Jónsson – Sushi Social (3. Sæti), Ásgeir Sandholt – Brennda Brauðið (1. sæti), Garðar Kári Garðarsson – Deplar (2. sæti)
Sigurvegari í Eftirréttur Ársins í ár var Ásgeir Sandholt frá Brennda Brauðið sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis.
Í öðru sæti lenti Garðar Kári Garðarsson frá Deplum og í þriðja sæti Daníel Cochran Jónsson frá Sushi Social.
Konfektmoli Ársins 2017

Sigurvegarar Konfektmoli Ársins 2017
Arnar Jón Ragnarsson – Sandholt (2. Sæti), Chidapha Kruasaeng – HR Konfekt (1. sæti), Lauren Colatrella – Mosfellsbakarí (3. sæti)
Sigurvegari í Konfektmoli Ársins 2017 var Chidaphna Kruasaeng frá HR Konfekt sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis.
Í öðru sæti lenti Arnar Jón Ragnarsson frá Sandholt og í þriðja sæti Lauren Colatrella frá Mosfellsbakarí.
Dómarar
Eftirréttur Ársins:
- Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumaður var yfirdómari keppninnar. Þráinn er Matreiðslumaður ársins 2007, í öðru sæti í Matreiðslumaður Norðurlanda 2009, Bocuse d‘or keppandi 2011, Landsliðsmaður til margra ára ásamt mörgum öðrum alþjóðlegum keppnum.
- Sigurður Laufdal matreiðslumaður. Sigurður er Matreiðslumaður Ársins 2011, Bocuse d‘or keppandi 2013, hefur starfað meðal annars hjá Olo 1* michelinstaður og Geranium 3* michelinstaður.
- Axel Clausen matreiðslumaður. Landsliðsmaður 2013-2017 þar sem landsliðið vann meðal annars til Gullverðlauna, verið í úrslitum á Kokkur Ársins og fleiri alþjóðlegar keppnir.
Konfektmoli Ársins
- Karl Viggó Vigfússon var yfirdómari. Viggó er bakara-, og konditormeistari, eigandi SKÚBB, en hann var í kokkalandsliðinu í mörg ár auk þess var hann einn af stofnendum Omnom Chocolate.
- Meðdómari var Júlía Skarphéðinsdóttir matreiðslumaður. Júlía er Akureyringur sem stundaði sitt nám við Hótel KEA og útskrifaðist 1993. Hún starfaði á KEA um árabil, lengst af sem yfirmatreiðslumaður, hún starfaði einnig í Reykjavík hjá veisluþjónustunni í Glæsibæ, mötuneyti Hrafnagilsskóla í Eyjafirði, í eigin veitingarekstri á Akureyri og nú sem sölufulltrúi Garra á Norður-og Austurlandi. Júlía hefur verið afar farsæll formaður KM Norðurland frá stofnun deildarinnar 2010 og lyft grettistaki með félögum sínum í starfi og kynnt fagið af miklum metnaði og elju.
Keppnin fór fram á svæði Garra á sýningunni Stóreldhúsið 2017, eins og áður segir í gær fimmtudaginn 26. október og stóð yfir allan daginn frá kl. 9:00. Garri hefur um árabil haldið eftirréttakeppnina við góðan orðstír og hefur hún vakið verðskuldaða athygli í faginu. Á þessu ári bættist við keppnin Konfektmoli Ársins sem var nú haldin samhliða.

-
Keppni5 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025