Bocuse d´Or
Bjarni Siguróli verður næsti Bocuse d´Or kandídat
Bocuse d´Or Akademía Íslands hefur valið næsta Bocuse d´Or kandídat og mun Bjarni Siguróli Jakobsson keppa fyrir Íslands hönd í forkeppni Bocuse d´Or í Turin, Ítalíu vorið 2018. Bocuse d´Or forkeppnin er fyrir aðalkeppnina sem haldin verður í Lyon í janúar 2019.
Bjarni Siguróli er sjálfstætt starfandi matreiðslumeistari og rekur eigið fyrirtæki undir heitinu Reykjavík Gastronomy. Í gegnum tíðina hefur hann m.a. starfað á og stjórnað eldhúsum eins og Geira Smart, Slippbarnum og Vox ásamt veitingahúsum í Danmörku sem skarta í dag 2* og 3* Michelin stjörnum.
Þá vann hann til fjölda gull- og silfurverðlauna sem liðsmaður Íslenska kokkalandsliðsins á árunum 2013-2017 og gegndi stöðu fyrirliða liðsins frá 2015.
Bjarni hefur tekið þátt í fjölmörgum einstaklings matreiðslukeppnum og hlaut m.a. titilinn Kokkur ársins á Íslandi árið 2012 og hreppti silfur í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda 2013.
Á næsta ári mun Bjarni hefja undirbúning fyrir Bocuse d’Or, Europe sem haldin er eins og áður segir í Turin, Ítaliu vorið 2018 og úrslitakeppnina í Lyon, Frakklandi janúar 2019.
Bocuse d’Or er heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu og er af virtustu fagmönnum talin mest krefjandi matreiðslukeppni í heimi.
Það má með sanni segja að Bjarni er verðugur fulltrúi okkar íslendinga í hinni heimsfrægu Bocuse d´Or keppni.
Mynd: Kristinn Frímann
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati