Frétt
Gisli Matt á meðal 200 matreiðslumanna frá 7 mismunandi löndum til að berjast gegn veðurfarsbreytingum
Matreiðslumannadeild er á vegum Slow Food Samtakanna og kom sú deild saman í annað sinn dagana 15. og 16. október sl. í Montecatini Terme í Toskana.
Þar tóku þátt tvö hundruð matreiðslumenn frá sjö löndum (Albaníu, Rússlandi, Ítalíu, Íslandi, Belgíu, Frakklandi og Hollandi).
Aðalumfjöllunarefni samkomunnar að þessu sinni voru veðurfarsbreytingar og hvernig matreiðslumenn geta lagt hönd á plóg til að vinna gegn þeim.
Snapchat vinir veitingageirans fylgdust með þegar Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari og eigandi Slippsins í Vestmannaeyjum fór á samkomuna en hann er fulltrúi Íslandsdeildar Food Slow Samtakanna. Gísli bauð upp á hrátt ítalskt lambakjöt (Lambatartar) með þurrkuðum íslenskum leturhumri, hvannarmajónes, brúnuðu smjöri og súrur fyrir 180 manns.
Gísli ávarpaði gesti og sagði m.a.:
„Ég kem frá lítilli eyju með einungis 4000 íbúa og það er því einfalt að þekkingu týnist. Við skulum gera okkar besta til að varðveita þessa þekkingu. Ég vinn alltaf til að ná þessu markmiði með því að tala sem best um mat okkar og fólk sem framleiðir hann, t.d. villtu kryddjurtirnar sem við notum til að elda og litlu framleiðendurna sem við styðjum.“
Matvælaframleiðsla er ein af helstu orsökum veðurfarsbreytinga, þar sem hún stendur bak við 21% gróðurhúsalofttegunda. Um er að ræða iðnvæðingu á matvælaframleiðsluferlinu sem felur í sér aukna notkun efna og véla, vatns og ekki síst val á dýrum og fræjum svo að þau geti gefið mest af sér. Þetta ferli er stærsta orsök á dauða líffjölbreytni heimsins.
Slow Food hreyfingin standa gegn þessu ferli. Jafnframt styðja þau bændur sem framleiða á sjálfbæran hátt og samkvæmt aldagömlum aðferðum, svo að þeim verði ekki gleymt.
Í Slow Food Samtökunum eru meira en 800 matreiðslumenn frá 20 löndum sem styðja litla framleiðendur með því að nota á hverjum degi náttúruleg hráefni úr Asknum og Bragðörkinni, ásamt „góðum, hreinum og réttum“ grænmeti, ávöxtum og ostum sem eru framleidd hver í sínu héraði.
Á hverjum degi koma matreiðslumenn samtakanna Slow Food herferðir á framfæri: Herferð gegn veðurfarsbreytingum, matarsóun, erfðabreyttum lífverum, ofneyslu á kjöti og líffjölbreytni í hag. Síðast en ekki síst: Matreiðslumenn samtakanna ferðast um heim allan, taka þátt í ýmsum viðburðum og elda saman. Á síðastliðnum sunnudegi elduðu matreiðslumenn frá Albaníu, Rússlandi, Íslandi og Belgíu saman fyrir kollega sína í Montecatini. Á sama dag var einnig haldinn matarmarkaður þar sem 50 ítalskir framleiðendur hafa komið með um 500 verndaðar matvörur sem ber að bjarga.
Frekari upplýsingar um Slow Food matreiðslumannadeildir í heiminum má nálgast með því að smella hér.
Myndir: skjáskot af snapchat aðgangi veitingageirans.

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards