Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nokkrum sætum bætt við á fyrirlestur Gerts Klötzke á morgun
Klúbbur Matreiðslumeistara kynnir fyrirlestur haldinn miðvikudag 25. ágúst klukkan 16:00 með hinum virta sænska matreiðslumeistara Gert Klötzke um klassískt hlaðborð fært í nútímabúning og skammtastærðir. Gert skrifaði bókina „The Swedish smorgasbord – all the Original Recipes in Modern Style“ ásamt Niclas Wahlström og hefur bókin fengið frábæra umsögn og verið margverðlaunuð. Í bókinni er sýnt fram á hvernig lækka má verulega hráefniskostnað við klassískt hlaðborð jafnframt því að auka gæðin !
Gert Klötzke er goðsögn í matreiðsluheiminum og er um þessar mundir yfirþjálfari íslenska Kokkalandsliðsins en hann var þjálfari sænska kokkalandsliðsins í rúm 20 ár. Gert Klötzke er prófessor í matreiðslu við Umeå háskóla í Svíþjóð og er virtur alþjóðlegur dómari í matreiðslu.
Félagar KM sem greitt hafa félagsgjöld fá frían aðgang að fyrirlestrinum og hafa forgang að sætum en þurfa fyrir skrá sig í síðasta lagi á sunnudag 22.ágúst.
Aðrir greiða aðeins 2.500 kr fyrir aðgang og geta sent inn skráningar strax og fá svar eftir helgi um það hvort þeir fái laust sæti.
Skráning í netfanginu [email protected] þar sem þarf að taka fram nafn, vinnustað, símanúmer og netfang.
Við hvetjum félagsmenn KM sem og aðra til að nýta sér þetta einstaka tækifæri og skrá sig sem fyrst.
Fyrirlesturinn verður haldinn 25. ágúst á Hótel Hilton Nordica í sal I og hefst kl 16:00 stundvíslega!
Stjórn KM
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn






