Keppni
Hver hreppir titilinn: Kokteilbar Stykkishólms 2017?
Keppnin um titilinn „Kokteilbar Stykkishólms“ verður haldin í annað sinn næstkomandi helgi 6. – 8. júlí 2017 og verða þátttakendur allir helstu veitingastaðir og barir í Stykkishólmi. Hátíðin tókst vel í fyrra og ekki við neinu öðru að búast í ár.
Keppnisfyrirkomulagið verður með sama sniði og síðast en staðirnir sem taka þátt búa allir til kokteil sem verður í boði á sérstaklega góðu verði yfir helgina. Vel valin dómnefnd mun fara á milli staða, smakka kokteilinn, grandskoða öll atriði og úrskurða hver þeirra sé sá allra besti. Í fyrra sigraði Hótel Egilsen með kokteilinn Hjartadrottninguna.
Laugardaginn 8. júlí verður hátíðinni slitið með skemmtun á Fosshótel Stykkishólmi en þar verður tilkynnt um sigurvegara helgarinnar og hvaða staður hlýtur titilinn „Kokteilbar Stykkishólms 2017“.
Veitingastaðir sem taka þátt í ár eru:
- Hótel Egilsen
- Hótel Stykkishólmur
- Narfeyrarstofa
- Sjávarpakkhúsið
- Skúrinn
- Stykkishólmur Slowly
Mynd: Smári

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun