Keppni
Hver hreppir titilinn: Kokteilbar Stykkishólms 2017?
Keppnin um titilinn „Kokteilbar Stykkishólms“ verður haldin í annað sinn næstkomandi helgi 6. – 8. júlí 2017 og verða þátttakendur allir helstu veitingastaðir og barir í Stykkishólmi. Hátíðin tókst vel í fyrra og ekki við neinu öðru að búast í ár.
Keppnisfyrirkomulagið verður með sama sniði og síðast en staðirnir sem taka þátt búa allir til kokteil sem verður í boði á sérstaklega góðu verði yfir helgina. Vel valin dómnefnd mun fara á milli staða, smakka kokteilinn, grandskoða öll atriði og úrskurða hver þeirra sé sá allra besti. Í fyrra sigraði Hótel Egilsen með kokteilinn Hjartadrottninguna.
Laugardaginn 8. júlí verður hátíðinni slitið með skemmtun á Fosshótel Stykkishólmi en þar verður tilkynnt um sigurvegara helgarinnar og hvaða staður hlýtur titilinn „Kokteilbar Stykkishólms 2017“.
Veitingastaðir sem taka þátt í ár eru:
- Hótel Egilsen
- Hótel Stykkishólmur
- Narfeyrarstofa
- Sjávarpakkhúsið
- Skúrinn
- Stykkishólmur Slowly
Mynd: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






