Frétt
Bláa Lónið lokar næstu daga vegna framkvæmda við jarðsjávarlögn
Bláa Lónið og athafnasvæði þess verður lokað frá 23. apríl til og með 27. apríl 2017 vegna framkvæmda við jarðsjávarlögn. Ákvörðun um lokunartímabilið var tekin í október á síðasta ári og var þá þegar lokað fyrir bókanir á umræddu tímabili. Verslun og veitingastaðir í Bláa Lóninu munu einnig loka á tímabilinu ásamt Silica hóteli. Starfsemin opnar aftur þann 28. apríl.
Í fréttatilkynningu segir að framkvæmdin er mikilvægur þáttur í nýframkvæmdum Bláa Lónsins, en ný heilsulind sem mun bera heitið Lava Cove verður tekin í notkun í haust ásamt hóteli sem verður starfrækt undir nafninu Moss Hotel. Lögnin mun flytja jarðsjó inn á lónsvæði heilsulindarinnar og hótelsins.
Nýframkvæmdum miðar vel áfram og mun þeim ljúka í haust þegar hin nýja heilsulind og hótel verða tekin í notkun.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana