Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Gísli býður upp á íslenskt hráefni á menningarhátíð í Nuuk í Grænlandi

Birting:

þann

Þorskhnakki með nípumauki, nýjum kartöflum, grófkornasinnepi og kryddjurtavinaigrette.

Þorskhnakki með nípumauki, nýjum kartöflum, grófkornasinnepi og kryddjurtavinaigrette.

Þar verður margt menningartengt efni frá Vestnorrænu löndunum, Færeyjar, Ísland og Grænland á menningarhátíð sem hófst í morgun í Nuuk í Grænlandi og stendur yfir í tvo daga.  Kvikmyndin Órói verður sýnd, tónlistaviðburðir, þjóðlegur matur í öndvegi verður á hátíðinni, matreiðslumenn með kynningu á matarmenningu þjóðanna og margt fleira.  Gísli Matthías Auðunsson, yfirmatreiðslumaður Slippsins í Vestmannaeyjum fer fyrir hönd Ísland og býður upp á spennandi rétti úr íslensku hráefni.

Gísli Matthías AuðunssonFöst-, og laugardagskvöld verður sérréttamatseðill með réttum frá matreiðslumönnunum og mun hver réttur kosta 100 krónur danskar (2200 kr. ísl).  Á laugardagsmiðdegi verður pinnamatur með réttum frá öllum matreiðslumönnunum.

Réttirnir sem Gísli ætlar að bjóða upp á eru:

1. réttur:
Þorskhnakki með nípumauki, nýjum kartöflum, grófkornasinnepi og kryddjurtavinaigrette.

2. réttur:
Lambainnralæri með rauðrófumauki, fenníku, sólselju og brenndu smjöri.

Pinnamatur:
Reykt ýsa frá Vestmannaeyjum með rúgbrauði og piparrót.

Grænlenskar raukur með sólselju og stökku brauði.

Létt grafin bleikja með sítrónu og kapers.

Myndir og nánari umfjöllun verður birt síðar.

 

Myndir: Aðsendar

/Smári

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið