Freisting
Tvö mjög athyglisverð erindi á félagsfundi Slow food

Margt hefur verið í gangi frá því á Terra Madre deginum sem heppnaðist mjög vel á þeim stöðum sem hann var haldinn og nú er kominn tími til að halda félagsfund og mun það vera mánudaginn 1. mars kl. 20.00 í Norræna Húsinu (Dill Restaurant).
Kaffi og með verður til sölu.
Tvö mjög athyglisverð erindi verða flutt:
–> Ólafur Dýrmundsson, landsráðunautur fyrir lífrænan búskap og landnýtingu hjá Bændasamtökunum (og Slow Food meðlimur) mun tala um erfðafjölbreytileikann í íslenskum búfénaði, þar sem við höfum hér einstaka stofni sem finnast hvergi annars staðar. Tilefnið er að 2010 hefur verið tilnefnt af Sameinuðu Þjóðunum „Ár líffræðilega fjölbreytileika“
–> Eygló B. Ólafsdóttir og framleiðendur munu kynna Slow Food verkefni sem stefnir að því að skrá íslenskt hefðbundið skyr í Presidiae. Þá vaknar spurningin „hvað er skyr?“ og verða umræður um þetta málefni.
Skrá sig: dominique (hjá) simnet.is.
Nánar á www.slowfood.is
Annað á döfinni.
Slow Food Norden:
Fundur verður haldinn í Kaupmannahöfn 26. og 27. febrúar um möguleikana á að stofan Slow Food Norden til að starfa saman: marka sameiginlega stefnu, samstarf við Ny Nordisk Mad, Terra Madre og Salone del Gusto. Dominique fer á fundinn og gefur skýrslu á félagsfundinum 1. mars
Hátíð Hafsins:
Fyrsti undirbúningsfundurinn verður fimmtud. 25. febrúar og Slow Food verður að öllum líkindum samstarfsaðili. Við ræðum hugmyndirnar sem koma fram á fundinum ef tíminn leyfir.
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Uppskriftir2 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa





