Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bar fyrir Hálandahöfðingja
Skoski barinn Highlander er nýtilkomin viðbót í barflóru miðborgarinnar. Hann er til húsa í hinu gamla og virðulega Hvítakoti við Lækjargötu.
Innandyra á Highlander ríkir nú sannkölluð Hálandastemning, eins og nafnið gefur til kynna.
„Hann er svo skoskur barinn að það liggur við að maður fari að tala með hreim þegar maður kemur inn,“
segir Jón Páll Haraldsson rekstrarstjóri. Barinn stingur þannig í stúf við írskættuðu pöbbana Dubliners og Celtic Cross sem hafa átt miklum vinsældum að fagna.
Félagar Jóns Páls í rekstrinum römbuðu inn á barinn í Skotlandi, og leist svo vel á að þeir ákváðu að flytja hann með sér heim.
„Við tókum þjónana reyndar ekki með, sem við sjáum eftir núna. Þá þyrftum við ekki að vera að kenna starfsfólkinu að tala með skoskum hreim,“
segir Jón Páll kíminn.
„Húsgögnin, bækurnar og myndirnar er allt saman að utan,“
segir hann.
Highlander hefur verið opinn í rúma viku, en helgin sem nú gengur í garð verður nokkurs konar vígsluhelgi barsins. Inni á barnum ríkir yfirleitt rólegt andrúmsloft, enda fannst Jóni Páli mikil vöntun á stað þar sem fólk gæti rætt saman án þess að þurfa að öskra yfir háværa tónlist. Á því verður þó gerð nokkur breyting um helgina.
„Það mæta til okkar skoskir fjörkálfar með sekkjapípur og allan pakkann, og verða hjá okkur bæði í kvöld og annað kvöld. Þetta verður svona eins og upp til sveita í Hálöndunum,“
sagði Jón Páll í samtali við Visir.is
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt1 dagur síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða