Freisting
Undanþága Hallarinnar í Vestmannaeyjum framlengd út janúar
Höllin hefur fengið úrskurð frá umhverfisráðuneytinu varðandi undanþágu til skemmtihalds í veislu- og ráðstefnuhúsinu Höllinni. Styr hefur staðið um bygginguna og starfsemina þar og var málið komið til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Hallarbændur kærðu úrskurð Heilbrigðiseftirlitsins til ráðuneytis sem hefur nú gefið tímabundið leyfi til Hallarinnar eða út janúar.
Þetta þýðir að umhverfisráðuneytið hefur framlengt bráðabirgðaleyfi Hallarinnar út janúar og er því hægt að halda böll þar út mánuðinn. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta lá úrskurðinn fyrir hjá ráðuneytinu fyrir viku síðan og var hann sendur Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Hins vegar hafði eigendum Hallarinnar ekki verið tilkynnt um úrskurðinn fyrr en þeir leituðu sjálfir til ráðuneytis og er hugsanlegt að Heilbrigðiseftirlitið hafi framið stjórnsýslubrot með að tilkynna eigendum Hallarinnar ekki strax um úrskurð ráðuneytisins.
Greint frá á fréttavefnum eyjafrettir.is
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA





