Freisting
Allt á fullu hjá Det Lille Extra
Det lille Extra er eitt af virtustu veisluþjónustum í héraðinu Buskerud í Noregi. Freisting.is spurði þau hjónin Hafstein Sigurðsson og Guðrúnu Rúnarsdóttir nokkrar spurningar um komandi jólavertíð ofl.
Hvernig gengur?
Þette gengur alveg frábærlega, brjálað að gera og serstaklega næstu 2 mánuði. Næsta ár verður svakalega spennandi, það er byrjað að vera vel bókað, stóru fyrirtækin í bænum eru byrjuð að bóka hjá okkur fundir og ráðstefnur með öllum pakkanum. Erum að tæknivæða húsið, en höldum gamla sjarmanum. Erum stolt af því að hafa startað og gert allar breytingar án þess að hafa tekið lán.
Er mikið pantað af villibráðaveislur hjá ykkur?
Það hefur hingað til ekki verið markaður fyrir villibráðaveislur hér í Kongsberg, reyndi það þegar ég var á Hótelinu, þetta er hlutur sem við þurfum að skoða fyrir næsta ár.
Er eins mikið að gera í jólahlaðborðunum líkt og hér á Íslandi?
Þetta er algjört brjálæði, að er allt að verða uppbókað í desember, og þess vegna leigir fólk sér veislusal út í bæ til að fá mat og þjónustu frá okkur. Þetta er algjört ævintýri !!!!!
Hvernig ganga samningar við byggingarfyrirtæki „Profier“ um að reka veitingastað í gamla fangelsinu þar á bæ?
Viðræðurnar eru búnar að vera góðar, fengum fangelsið teiknað eftir okkar óskum en það kemst ekki fyrir nógu stórt rými fyrir eldús og fyrir smá lager. Rosalega spennandi en magatilfinningin seigir nei, svo við ætlum að afþakka það. Profier er að fara að byggja meira hér í bæ, sem þeir vilja að við kíkum á …… ekki veitingastað 😉 þetta er 2-4 ár fram í tímann.
Svo við ætlum út á aðra braut, við erum að fá lógóið skráð sem okkar vörumerki. Erum nefnilega í viðræðum við verslanar keðjur um að selja okkar vörur, þ.e.a.s brauð, dressingar osf. Þá hefur maður meiri kontról á hvað fer frá okkur. Þetta er stór og spennandi markaður…….
Eru þið byrjuð að sjá um reksturinn í nýja húsnæðinu Odd-Fellow og Co, , þ.e.a.s. ca. 650 fm veislusalurinn?
Hann verður tekinn í gagnið í ágúst á næsta ári, spenndi dæmi, getum haft smá kaffi stað þar og selt prepp lagerinn i notenda umbúðum.
Meira skylt efni….
Íslensk veitingahjón með glæsilega veisluþjónustu í Noregi
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro