Keppni
Nina Højgaard Jensen sigraði norðurlandamót vínþjóna 2016
Síðastliðinn sunnudag fór fram í hótel og matvælaskóla Kaupmannahafnar hin árlega keppni um besta vínþjón norðurlanda og var það að þessu sinni hinn 23 ára Nina Højgaard Jensen vínþjónn Anarki í Kaupmannahöfn sem vann titilinn besti vínþjónn norðurlanda 2016. Í öðru og þriðja sæti voru svíarnir Fredrik Lindfors frá Grand Hôtel Stockholm og Frida Hansson frá Eriks Wine Bar.
Hróðmar Eydal frá Dill og Ástþór Sigurvinsson frá Vox kepptu fyrir íslands hönd og var þetta í þriðja sinn sem þeir kepptu.
Í undanúrslitum var mjög erfitt 40 spurninga skriflegt próf, skriflegt blindsmakk á einu freyðivíni, 2 hvítvínum og 3 sterku víni, svo tók við umhelling fyrir gesti á 5 mínútum og barservering þar sem keppendur áttu að gera extra dry martini og útskýra hvað Noilly Prat væri, hvaðan og úr hverju t.d.
Í úrslitum var allt “Live“ uppá sviði fyrir framan áhorfenda og var því stillt þannig upp að þegar keppandi kom inn á svið var þetta sett upp eins og á veitingahúsi. Byrjað var á umhellingu á volgu hvítvíni, taskið var líka að athuga hvernig keppandinn mundi bregðast við því.
Næsta var farið í kampavínsserveringu með matar og vínpörun þar sem keppandi fékk í hendur 5 rétta matseðil og átti að mæla með einu víni með hverjum rétti og vínin máttu ekki koma frá sama landi og ekki úr sömu vínþrúgunum. Því næst var blindsmakkað tvö rauðvín og eitt styrkt vín, og svo staðfesting á 7 sterkum vínum.
Lokaatriðið í úrslitum var mynda slideshow af þekktum víngerðarsvæðum og fólki í bransanum sem keppendur áttu að bera kennsl á og fengu þau þrjú í hendurnar magnum kampavínsflösku og áttu að hella því jafnt í 20 glös þar sem ekki ekki mátti fara til baka að hella og þau þurfu að klára flöskuna.
Lokaslúttið var svo haldið á veitingastaðnum NO 2, stórgóður matur og staður í alla staði.
Myndir Tolli og Co.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni