Keppni
Kokkalandsliðið: æfingar hafa staðið yfir í 18 mánuði
Kokkalandsliðið keppir á Ólympíuleikum í matreiðslu í október og fylgir eftir framúrskarandi árangri sínum frá síðasta Heimsmeistaramóti sem skilaði liðinu í 5. sæti á heimslista. Liðið er í toppformi og á lokaspretti í sínum undirbúningi en æfingar hafa staðið yfir í 18 mánuði.
Ólympíuleikar í matreiðslu, eru haldnir á fjögurra ára fresti og verða haldnir í Þýskalandi 21.-26. október. Ólympíuleikar eru stærsta og mest krefjandi keppni kokkalandsliða í heiminum. Þar mætast 2000 af færustu kokkum heimsins frá um 50 þjóðum og keppa sín á milli. Keppt er í tveimur greinum, annars vegar í köldu borði eða Culinary Art Table og hins vegar er keppt í heitum mat eða Hot Kitchen.
Í keppninni um heitu réttina er útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétt, aðalrétt og eftirrétti sem eldað er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti.
Kokkalandsliðið skipa:
Þráinn Freyr Vigfússon, sjálfstætt starfandi, faglegur framkvæmdastjóri.
Bjarni Siguróli Jakobsson, Canopy hótel, fyrirliði.
Jóhannes Steinn Jóhannesson, Canopy hótel, liðsstjóri.
Steinn Óskar Sigurðsson, Vodafone, liðsstjóri.
Hafliði Halldórsson, sjálfstætt starfandi, framkvæmdastjóri.
Björn Bragi Bragason, Síminn, forseti Klúbbs matreiðslumeistara.
Ylfa Helgadóttir, Kopar.
Stefán Viðarsson, Icelandair Hotels
Hrafnkell Sigríðarson, Ion Hótel.
Hafsteinn Ólafsson, Ion Hótel.
Atli Þór Erlendsson, Grillið Hótel Saga.
Sigurður Ágústsson, Tryggvaskáli.
Axel Björn Clausen, Fiskmarkaðurinn.
Garðar Kári Garðarsson, Strikið.
Georg Arnar Halldórsson, Kolabrautin.
María Shramko, sjálfstætt starfandi.
Fannar Vernharðsson, Vox.
Mynd: facebook.com/Kokkalandslidid
Smellið hér til að skoða sérvef Kokkalandsliðsins.

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni5 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun