Freisting
Gripið og greitt tekið til gjaldþrotaskipta
Birgðaverslunin Gripið og greitt í Reykjavík hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta og verður skiptafundur í mars.
Gert er ráð fyrir að kröfur í búið nemi um 100 til 150 milljónum króna, að sögn Vilhjálms Bergs, skiptastjóra.
Gripið og greitt var með verslun í Skútuvogi og bauð bæði upp á matvöru og sérvöru fyrir verslanir, mötuneyti, stofnanir, skip, ferðaþjónustu og einstaklinga með sérstakt matarklúbbskort.
Heimild til nauðasamninga
Vilhjálmur Berg segir að félagið hafi fengið heimild til að leita nauðasamninga en nauðsynleg fyrirgreiðsla hafi ekki fengist og því hafi stjórn þess ákveðið að setja ekki meira fé í félagið.
Í kjölfarið hafi stjórnin óskað eftir gjaldþrotaskiptum og gera megi ráð fyrir að kröfur í búið verði um 100 til 150 milljónir króna, en kröfulýsingar skulu sendar skiptastjóra fyrir 27. febrúar.
Skrá um lýstar kröfur liggur síðan frammi á skrifstofu hans síðustu viku fyrir skiptafundinn sem verður 8. mars.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





