Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Þessir keppa til úrslita í kvöld – Kokteilkeppnin: Havana club & The Nordic Tropic

Birting:

þann

Loftið - Restaurant

Í kvöld verður kokteilkeppnin Havana club & The Nordic Tropic haldin á Jacobsen Loftinu við Austurstræti 9 á 2. hæð og hefst keppnin klukkan 19:00.

Keppnisfyrirkomulagið á undankeppninni var þannig að keppendur sendu inn uppskriftir og voru valdnar 8 uppskriftir sem þóttu frumlegustu, skemmtilegustu og mest spennandi.

Í keppninni verður notast við íslensk hráefni og Propp til að tengja sögu.

Í 8 manna úrslitunum í kvöld á Jacobsen Loftinu munu keppendur framreiða þrjú eintök af sama kokteil fyrir dómara og myndatökumenn.

Tímamörk á gerð drykkjar og flutning er 10 mínútur.

Fagleg vinnubrögð og tækni – 20 stig
Persónuleiki og flutningur – 20 stig
Concept og frumleiki – 20 stig
Bragð, lykt og heildarútlit – 30 stig
Útskýring hráefna – 10 stig
5 bónus stig – rætt eftir á.

Keppendur

Keppendur sem keppa til úrslita eru (röðunin er hver byrjar):

  1. Teitur Ridderman Schiöth – Slippbarinn
  2. Orri Páll Vilhjálmsson – Apotek Restaurant
  3. Styrmir Gunnarsson – Kaffitár
  4. Lukas Navalinskas – Hlemmur Square
  5. Jóhann B. Jónasson – Frederiksen Ale House
  6. Leó Snæfeld Pálsson – Lava, Bláa lónið
  7. Jónmundur Þorsteinsson – KOPAR
  8. Jónas Heiðarr – Apotek Restaurant

Dómarar eru:

  • Blaz Roca
  • Valtýr Bergmann
  • Daníel Jón

 

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið