Smári Valtýr Sæbjörnsson
Þessir keppa til úrslita í kvöld – Kokteilkeppnin: Havana club & The Nordic Tropic
Í kvöld verður kokteilkeppnin Havana club & The Nordic Tropic haldin á Jacobsen Loftinu við Austurstræti 9 á 2. hæð og hefst keppnin klukkan 19:00.
Keppnisfyrirkomulagið á undankeppninni var þannig að keppendur sendu inn uppskriftir og voru valdnar 8 uppskriftir sem þóttu frumlegustu, skemmtilegustu og mest spennandi.
Í keppninni verður notast við íslensk hráefni og Propp til að tengja sögu.
Í 8 manna úrslitunum í kvöld á Jacobsen Loftinu munu keppendur framreiða þrjú eintök af sama kokteil fyrir dómara og myndatökumenn.
Tímamörk á gerð drykkjar og flutning er 10 mínútur.
Fagleg vinnubrögð og tækni – 20 stig
Persónuleiki og flutningur – 20 stig
Concept og frumleiki – 20 stig
Bragð, lykt og heildarútlit – 30 stig
Útskýring hráefna – 10 stig
5 bónus stig – rætt eftir á.
Keppendur
Keppendur sem keppa til úrslita eru (röðunin er hver byrjar):
- Teitur Ridderman Schiöth – Slippbarinn
- Orri Páll Vilhjálmsson – Apotek Restaurant
- Styrmir Gunnarsson – Kaffitár
- Lukas Navalinskas – Hlemmur Square
- Jóhann B. Jónasson – Frederiksen Ale House
- Leó Snæfeld Pálsson – Lava, Bláa lónið
- Jónmundur Þorsteinsson – KOPAR
- Jónas Heiðarr – Apotek Restaurant
Dómarar eru:
- Blaz Roca
- Valtýr Bergmann
- Daníel Jón
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla