Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Götusalar með Michelin stjörnu – Fyrsta sinn í sögu Michelin – Sjáðu ástæðuna hér – Vídeó

Birting:

þann

Chan Hon Meng eigandi Hong Kong Soya Sauce Chicken Rice & Noodle

Chan Hon Meng eigandi Hong Kong Soya Sauce Chicken Rice & Noodle

Tveir götusalar í Singapore fengu nú á dögunum 1 Michelin stjörnu en það eru Hill Street Tai Hwa Pork Noodle og Hong Kong Soya Sauce Chicken Rice & Noodle og er það í fyrsta sinn í sögu Michelin sem götusalar fá michelin stjörnu.

Chan Hon Meng eigandi Hong Kong Soya Sauce Chicken Rice & Noodle er 51 árs gamall og afgreiðir 150 skammta í hádeginu.  Chan Hon býður upp á ódýrasta götumatinn í Singapore, en hver skammtur kostar aðeins 230 krónur og hann hefur ekki hug á því að hækka þrátt fyrir Michelin stjörnuna, sagði Chan Hon í samtali við Telegraph.

Chan Hon var að sjálfsögðu hissa á því að hann skuli fá Michelin stjörnu, en ástæðan var einföld, „við erum að dæma matinn en ekki staðinn“, sagði talsmaður Michelin.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Chan Hon Meng að störfum og eins þegar hann tekur við viðurkenninguna í höfuðstöðvum Michelin í Singapore:

Vídeó

Hér að neðan er Michelin Guide listinn í Singapore árið 2016

Þrjár stjörnur

  • Joël Robuchon

Tvær stjörnur

  • Restaurant André
  • L’Atelier de Joël Robuchon
  • Les Amis
  • Odette
  • Shisen Hanten
  • Shoukouwa

Ein stjarna

  • Alma
  • The Kitchen at Bacchanalia
  • Béni
  • Candlenut
  • Corner House
  • Crystal Jade Golden Palace
  • Cut
  • Forest
  • Hill Street Tai Hwa Pork Noodle
  • Hong Kong Soya Sauce Chicken Rice & Noodle
  • Jaan
  • Lei Garden
  • Osia
  • Putien (Kitchener Road)
  • Rhubarb
  • Shinji (Beach Road)
  • Shinji (Tanglin Road)
  • Summer Pavilion
  • Sushi Ichi
  • Terra
  • The Song of India
  • Waku Ghin

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið